Google eða Firefox
2.9.2008 | 12:18
Ég held að ég haldi mig við Firefox, og nota google sem leitarvél þó svo að ég beri fullt traust til Google þá tel ég firefox það langt komin og virkar 100%, enga ástæðu til að skipta, (if it aint broke dont fix it ) eitt tól sem ég hef notað í mörg ár er Browser sync frá Google en núna á að hætta með það þar sem þeir fítusar eru nánast innbyggðir í Firefox 3.0 eða það er hægt að ná í foxmarks sem gerir það sama. Tel ég að Google Vafrarinn eigi góða möguleika á þessum markaði. En Firefox er nr1 eins og er.
Hér er síðan ítarleg umfjöllun um Chrome
Google-vafri væntanlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við notum Mac og þar hefur Safari verið ansi mikið þægilegri og léttari en Firefox, þó svo að þristurinn sé ansi hraður (og flottur), þá vonumst við til að Chrome sem notar WebKit (sama rendering engine og Safari) verði eins snappy en komi í veg fyrir browser crash þegar maður er með rúmlega 200 tab-a opna (sbr. "Every tab you're using is run independently in the browser, so if one app crashes it won't take anything else down") :)
En tek undir með höfundi, það á ENGINN að nota IE :D
IO ehf 2.9.2008 kl. 22:22
Ég er að prófa google vafrarn og það er bug í honum, það er hægt að nota musina til að fara niður síðu en ekki upp. Annars er þetta sennulega til að mæta því að í IE8 verður takmarkað það upplysingarflæði sem google getur náð um á hvaða síur notendur fara. Þetta verður þænnig notað sem markaðstól. Það kaldhæðna er að stykkorð google er "do no evil", þeir ættu kanski að breyta því.
Joi 3.9.2008 kl. 00:39
Þetta bug sem Jói talar um kemur ekki fram hjá mér, get skrollað hvort sem er með músarhnappnum eða hjólinu upp og niður. Google menn muna ennþá hvers vegna þeir urðu vinsælir og ég vona okkar notenda vegna að þeir haldi áfram að muna það.
Auglýsingar í hæfilegu magni trufla mig ekki, þeirra vegna fæ ég fullt af hlutum frítt sem ég þyrfti annars að borga fyrir.
Ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi Firefox, það eina sem gerir hann þess virði að nota hann eru þær viðbætur sem hægt er að fá við hann, án þeirra er hann afskaplega takmarkaður. Ég hef hins vegar notað Opera vafran í mörg ár og hann hefur að mínu áliti borið höfuð og herðar yfir IE og Firefox enda koma flestar nýungar upprunalega komið frá honum.
Einar Steinsson, 3.9.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.