Sniðganga N1 og Skeljung

earth_oilEnn og aftur hvet ég alla landsmenn til að sniðganga N1 og Skeljung , þeir hafa sýnt það undanfarið að þeir ætla sér ekki að lækka í takt við heimsmarkaðsverð og halda í það að hækka álagningu sína þegar mesta á reynir að halda aftur á hækkunum til að stemma við verðbólgu, því meira sem við verslum við þá því lengur mun það taka að knýja fram lækkun.

 

Sumir hafa spurt afhverju N1 og Skejung, mín skýring er sú að þeir eru oftast fyrstir að hækka og síðastir að lækka, þeir voru hluti af samráðinu milka (Öskjuhlíðar gengið) og þeir hafa sýnt þann hroka að lýsa því yfir á meðan verð voru að hækka á heimsmarkaði, að það sé sanngjörn krafa að verðin hér heima endurspegli heimsmarkaðsverð.

En þegar það lækkar þá halda þeir að sér höndum og segja að með auknum fjármagnkostnaði verði þeir að hækka, eða bíða með að lækka, en með þessu eru þeir að vetla þessum óhagstæðum lánum sem þeir eru með á okkur, og til að fá þá til að lækka verðum við að snúa baki saman og hætta að versla við þá. 

 


mbl.is Olíuverð lækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

En ekki OLÍS þar sem enn situr í miðjum ósómanum olíusamráðshöfðinginn Einar Benediktsson.  Ekki get ég hugsað mér viðskipti við það félag á með sá maður situr þar.

Hin félögin hafa gengið kaupum og sölum síðan og eiga kannski talsvert minni tengingar við samráðið forðum daga.  Því svínaríi mun ég ekki gleyma að sinni.

Mín tilllaga er:  Kaupum eldsneyti hjá félögunum.  Þar eigum við ekkert val.  Sleppum hins vegar öllum öðrum kaupum hjá þeim, sleppa pulsunni, blöðunum, namminu, kaffinu o.þ.h.  Það væri eitthvað sem myndi virka.  

Svínvirka.

Sveinn Ingi Lýðsson, 1.9.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband