Ríkisinnflutningur á Olíu! - Sniðganga N1 og Skeljung

Betra væri að N1 og Skeljungur , Olís og AO tæku sér saman og lækkuðu verð á eldsneyti snarlega til að koma til móts við lækkandi verð á heimsmarkaði, Þetta er ekki fyndið lengur og ég skora á ríkið að gera eitthvað við þessu . En ég væri ekki hissa þó að það kæmi síðan ekkert frá Björgvini vegna þessa máls, Hvernig var með Samtök neytenda var ekki fundur með foraðsmönnum Olíufélagana til að útskýra verðlagningu , komu þeir ekkert eða er ekkert að segja frá. ? 

En og aftur segi ég sniðganga N1 og Skeljung og AO látum AO finna fyrir samdrætti . eða N1 Olís og AO, sama er mér en við verðum að taka á þessu. Við sem neytendur höfum kraft og við verðum að læra að nota hann , vitið þið hvað það kallast, Samstaða .....

 

p.s.

Ætli það sé til samstaða hér á þessu skeri nema jú við gátum tekið okkur sama og fagnað komu handboltaliðsins, ekkert smá flott og eiga þeir það skilið , ef það væri helmingi af þessu líði að mótmæla olíuverðum mundum við vekja athygli það er 100% að þeir mundu lækka. 
mbl.is Skoðar verðlag á eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ok.....ég er ekki alveg að skilja hvað þú ert að reyna að segja. Eina olíufélagið sem ekki ætti að sniðganga er A.olía...... N1 á EGO, Olís á ÓB og svo er Orka. Ef það á að ná einhverri samstöðu þá ættu allir að versla við A.olíu. Ef A.olía væri ekki á markaðnum þá væri eldsneytiverð á íslandi mun hærra. "Hin" olíufélögin fara öll að væla ef A.olía sækir um lóð fyrir sínar dælur, og það virðist ekki skipta máli hvar á landinu það er. En annars vantar bara alvöru "riot" hérna á þessu skeri, kveikja í bílum og loka heilu hverfunum, henda molotov kokteilum, loka aðalstöðvar N1 af og kveikja í öllu á bílaplaninu hjá þeim (en kaupa samt bensínið hjá A.olíu), gera eitthvað sem tekið er eftir. En fólki finnst það of langt gengið og ég skil ekki af hverju....þannig að fólk vill hafa þetta svona og er hrætt við að gera nokkurn skapaðan hlut. Það er nett Rússa/Kína stjórnun á hlutunum á Íslandi... því miður. Ef eitthvað er gert þá kemur bara gasgasgas mann í nýja skothelda vestinu sínu og handtekur alla og hótar líkamsmeiðingum ef einhver vogar sér að opna á sér kjaftinn. Spurning um að fá Saving Iceland til að græja þetta...........

Stebbi 28.8.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Reynir W Lord

Það sem ég er að reyna að segja er að við þurfum að sýna samstöðu, snúa baki saman og ákveða hvaða félög eiga að versla við , AO er engu betri þeir komu á markaðinn með samkeppni og síðan ekki sögunni meir, þeim er alveg sama um einhverja samkeppni þar sem þeir eru farnir að líða vel með allar þessar milljónir, ekki erum við að heyra í Olíufélögum að fækka starfsfólki er það ?

En við verðum að byrja á nokkrum félögum og ég stakk upp á N1, Skeljung og eða Olís, AO . hvað segið þið....

Reynir W Lord, 28.8.2008 kl. 16:57

3 identicon

Já,  AO hefur lítið með samkeppni að gera.  Þeir sögðust ætla að vera 2kr ódýrari en hinar bensínstöðvarnar (Esso (nú N1), Skeljungur og Olís) og það hafa þeir gert en þeir eru ekki í "mikilli" samkeppni við sjálfsafgreiðslustöðvar hinna (Orkuna, ÓB og EGO), og 2kr lægri per líter er ekkert svo mikið þegar á heildina er litið. 

 2kr mismunur samsvarar 80kr lægra bensínverði per áfyllingu hjá mér, og ég er ekki að nenna að eltast við AO bensínstöðvar fyrir 80kr. Og líka ef þeir stæðu fyrir alvöru samkeppni þá væru þeir núna um 15-20kr lægri en hinir, eða sem samsvarar lækkun á heimsmarkaðsverði.

Skeljungur á Orkuna, og Orkan hefur undanfarið verið ódýrust af öllum sjálfsafgreiðslustöðvunum, og þar með talið AO.

Ég hef yfirleitt verslað allt mitt bensín hjá Orkunni þar sem þeir eru með stöð á leiðinni heim, og það er ekkert að fara að breytast hjá mér.

Jóhannes H 28.8.2008 kl. 17:26

4 identicon

Stebbi, tékkaðu á þessu: 121. gr. almennra hegningarlaga: Hver, sem opinberlega hvetur menn til refsiverðra verka, skal sæta fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum.

AE 28.8.2008 kl. 17:27

5 identicon

Þeir einu sem ég sniðgeng eru skrumararnir í Atlantsoliu

Einsi 28.8.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband