Sniðganga N1 og Skeljung.

a38f4d59683b5b94116ec5e298ac659b_300x225í ljósi þess að þeir hafa ekki ennþá séð við sér og lækkað hvet ég landsmenn til að keyra framhjá þessum stöðvum og versla annars staðar eins og t.d. AO eða Olís, Olís er að bjóða -6kr á dæluna og þar með 2 kr í HSÍ með þessu getum við styrkt okkar handboltalið og sniðgengið þessa djöfla N1 og skeljung, verð hrapar á heimsamarkaði en þeir styrka stöðu sína hér heima.

Ég er ekk að segja AO eða Olís séu betri en með því að sniðganga þessu tvö getum við með samstöðu neytt þá til að lækka. 

Áfram Ísland og við tökum gullið.

Ef þið skoðið þetta líka með styrkingu krónunnar þá eigum við inni hjá þessu aðilum. En og aftur segi ég ef þeir vilja frá traust okkar til að við verslum við þá lækka þeir annars verslum við ekki við þessa aðila.

N1, EGO,Skeljung,Orkan  (Sniðganga þessa alveg)

Olís á OB.  verslum við þá og AO


mbl.is Olíuverð hrapar á heimsmarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki afhverju Skeljungur og N1 eru djöflarnir? Það vill svo til að Skeljungur er lang minnsta olíufélagið (ef AO er undanskilin) og eru með lang mestu afslættina til einstaklinga og fyrirtækja, Olís og N1 eru mun stærri og veita verri afslætti, svo er það þannig að Atlantsolía flytur sína olíu inn í gegnum Skeljung þannig að þeir fá prósentur af veltu AO svo sniðganga á shell jafnast að hluta út ef verslað er við AO í staðinn.

 Þetta er illa út hugsað hjá þér að ætla að sniðganga 2 fyrirtæki bara að ganni þínu án rökstuðnings. Réttara væri að versla bara við eitt fyrirtæki, sama hvað verður fyrir valinu - fá sér viðskiptakort þar og tala við sölumann og fá afslátt umfram sjálfsafgreiðsluverð. Þótt Olís sé að gefa 1-2 krónur á lítrann til HSÍ þá væri alveg eins hægt að versla við OB sem er 3 krónum ódýrari og gefa þá 3 krónur tili HSÍ með beinu framlagi. Ekki láta selja þig svona ódýrt. 

Hugmyndin er góð, þ.e. að sniðganga ákveðin fyrirtæki til að knýja verðið niður en því miður er 'framkvæmdin' afar slök. Ef það er ekki rétt farið að þessu þá hafa aðgerðirnar engin áhrif önnur en þau að valda þér brasi við að skrifa blogg og eltast við bensínstöðvar landshlutanna á milli.

Ólafur 24.8.2008 kl. 23:16

2 identicon

Þetta er nú meira bullið..  Ólafur

AO er langstærsta olíufélagið ef ÖLL hin eru undanþegin! sömu rökin aðeins grófari..

Olís - ÓB , N1 - EGO, Skeljungur - Orkan eru allir með mjög svipaða sölu per dag..   hálfa milljón lítra.   það er næstum jafnt hjá þeim. . Orkan er hinsvegar langstærstir þegar kemur að mannlausum stöðvum. (í eigu Skeljungs)

Þú hlýtur að vera blindur á báðum ef Skeljungur er lang minnst.. 

Atlantsolía kaupir ekki sína olíu af Skeljungi og hvað þá að Skeljungur fái prósentur frá AO.   komdu með sannanir..

Ástæðan fyrir því að Skeljungur er stundum með betri afslætti til stórkaupanda er einföld..  Skeljungur selst ekki og það er verði að reyna að auka veltun svo betra sé að selja draslið.. 

Alltaf gaman af fólki með staðreyndirnar á hreinu!

Bjartur 24.8.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Reynir W Lord

Sælir báðir tveir, jú það má kannski úrfæra þetta eitthvað , ef það kæmi samstaða um slíkt, ég nefni skeljung og N1 vegna þess að þeir eru hluti að samráðinu sem var hér áður, og Olís en fólk verður að hafa val og fyrir þá sem búa út á landi geta ekki verslað við AO, en eru kannski með Olís og N1, þannig að þeir versla við Olís. Með AO þá er ég búin að heyra þann orðróm að þeir séu hættir að flytja inn Olíu sjálfir en eru með hinum í innkaupum, eins og ég sagði þá er þetta orðrómur.

 En ef það næsta það mikill samstaða um að sniðganga þessi félög þá náum við að knýja þá til að lækka.

Reynir W Lord, 25.8.2008 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband