N1 og Skeljungs aðgerðir
21.8.2008 | 12:06
Í ljósi þess að síðustu daga hafa þessi herramenn ekki séð sér fært að lækka eldsneytisverð eins og nágrannaþjóðir okkar hafa gert og hafa notað sér aðstöðu sína við að hækka álögur um tugi % hvet ég alla (landsmenn) eða þá sem get til að sniðganga þessa aðila N1 og Skeljung , og þá spyrja sig margir afverju þessa en ekki Olís og AO jú við gætum byrjað á þeim en allar fréttir um hækkanir hafa komið frá N1 og eru þeir leiðandi í verðum hér á landi.
Sögusagnir segja að AO sé komin undir stjórn sömu dreifingar aðilum og N1 og Skeljungur og ráða ekki lengur hvaða verð þeir eigi að sýna, enda er löngu búið að gelda þá, enda er ekki að vænta stórar fréttir frá þeim stað, þeir eru búnir að smakka á þessu og eru núna að hugsa um að græða sem allra mest. " Virk samkeppni my Ass"
En með því að hætta að versla við þessa tvo aðila (N1 og Skeljung) neyðum við þá til að lækka, það er alveg 100% en við verðum þá líka að láta þá finna fyrir því að það erum við sem ráðum þessu ekki þeir, þeir þurfa jú að vinna okkar traust til að við kaupum af þeim og það eru þeir ekki að gera, þeim er alveg sama um okkur og við ættum að vera alveg sama um þá.
Þannig að hugsið með ykkur þegar þið lesið þetta að frá og með deginum í dag hætti ég að versla við þá. Punktur...... ?
Og síðan segi áfram Ísland við vinnum Spánverja og spilum til úrslita við Frakka. Ísland Gull
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.