Efni
Höfundur
Ég segi mína skoðun á þeim hlutum sem mér finnst mæti fara betur, kannski eru ekki allir sammálar mér en þeir geta þá líka farið annað en að lesa mitt blogg, mér finnst við eigum að sniðganga stóru olíufélöginn til að knýja fram lækkun, enda eiga þeir það ekki skilið að við verslum við þá.
Allir eru velkomnir að commenta á bloggið mitt. Ég er áhugaljósmyndari og hef lúmskt gaman að taka myndir, eins og sjá má á Flickr.com og rhlord.com Annað áhugamál hjá mér er tölvur og tækni, út að ganga og útivera en það nýjasta er líkamsrækt.
Nýjustu færslur
- 7.10.2013 Þetta er það sem Ríkistjórn Íslands vill???
- 11.4.2013 Steingrímur og Jóhanna
- 4.2.2013 Við ættum frekar að sameinast með þeim og mótmæla ....
Færsluflokkar
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
Nota bene
Mínar síður
http://www.ibm.com htp://www.nyherji.is http://www.novell.com http://www.rockbottomgolf.com http://www.ibliduogstridu.is http://woxit.com
Myndaalbúm
Nú sameinumst við gegn þeim
20.8.2008 | 12:55
Skammta 2kr lækkun í smá skömmtun, hvet ég landsmenn til að sameinast í að versla ekki við N1 og Skeljung, hættum kaupa kók og pylsur líka af þessum aðilum, sýnum þeim að við getum alveg staðið saman, í hvert sinn sem þið algjörlega verðið að versla við þá ekki fylla tankinn setjið bara nokkur þúsund í , ekki kaupa neitt annað , með þessu neyðum við þá til að lækka. En ef við gerum ekkert þá verður enginn lækkun nema nokkrar kr.
Hugsið ykkur að allir koma með nákvæmlegu sömu kr tölu í lækkun. Hvar ætli fundurinn hafi verið Öskjuhlið.
Eldsneyti lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Þetta er alveg magnað að geta komist upp með þetta. Svo þýðir ekkert að sekta þá því það eru engir aðrir en neytendur sem borga. Setja þessa menn bak við lás og slá! Það eru ekki nöfnin á fyrirtækjunum sem eru að fremja lögbrot og ræna okkur íslendinga, heldur eru það mennirnir sem stjórna þessum fyrirtækjum. Þessi löggjöf er út í hött. Magnað að ætla að gerast bankaræningi en stofna bara kennitölu og fyrirtæki í kringum það fyrst svo að manni verði ekki stungið í steininn, þetta er nákvæmlega það sama!
Haltu áfram að blogga um olíufélögin því fólk fylgist með.
Kv.
Grétar
Grétar 20.8.2008 kl. 13:09
Það væri gaman að fá uppl um verð og lækkanir á öðrum stöðum eins og í DK og Svíþjóð, en það sem skiptir máli er að standa saman og láta N1 og Skeljung finna fyrir að okri þeir á okkur verslum við ekki við þá. Punktur.
Reynir W Lord, 20.8.2008 kl. 13:23
"Imthedead" - því að versla við ÓB (Olís)? Hækka þeir og lækka ekki alveg jafn mikið og hinir? Það væri frekar að beina viðskiptum frá "ódýru" félögunum, því þau ættu að vera miklu lægri en þau eru vegna minni kostnaðar við starfsfólk og allt það. Hvað ætli vinni margir t.d. hjá Orkunni? 5 manns?
Bragi Þór Valsson 20.8.2008 kl. 13:26
Höldum okkur frá N1 og Skeljung eins og við getum með alla verslun og eða þjónustu, ég tel að við sem neytendur eigum alltaf að sniðganga þá sem okra á okkur er það ekki, ekki farið þið aftur til sama kaupmanns og kaupið af honum vörur vitandi að hann er að okra á ykkur.
Reynir W Lord, 20.8.2008 kl. 13:53
"Imthedead" - ég greini hjá þér kaldhæðni (-:
Mér er samt alvara. Með því að beina viðskiptum frá "þeim stóru" (þó "þeir litlu" séu flestir í þeirra eigu) ertu væntanlega að beina viðskiptum til ÓB, Orkunnar og AO, sem eru að mínu mati miklu meiri svindlarar... allavega er álagning þeirra eflaust hærri en hjá hinum þegar tillit er tekið til kostnaðar.
Bragi Þór Valsson 20.8.2008 kl. 13:58
Imthedead: Ööööö nei. Að finna olíu væri það besta sem gæti komið fyrir Ísland núna, en það er önnur saga.
Ég veit ekki hversu oft ég hef séð og heyrt menn segjast aldeilis ætla að sameinast gegn olíufurstunum á Íslandi, undantekningalaust með nákvæmlega sömu afleiðingunum; ekki neinum.
Hátt olíuverð er aðallega vandamál vegna þess að fólk hefur orðið vant því að nota olíu eins og vatn. Það sem verður að gera er að draga saman í neyslu á olíu, t.d. með því að nota sparneytnari bíla, jafnvel fara út í rafmagnsbíla fyrir þá sem geta, eða jafnvel að nota strætó... þó það þyki að vísu alltof, alltof lower-class fyrir dæmigerðan Íslending.
Olíuverðið er hátt hér eins og annars staðar vegna þess að það getur verið það, vegna þess að almenningur hefur gert sig gjörsamlega háðan þessari auðlind og er svo svaka spældur þegar sú auðlind reynist ekki einfaldlega ótæmandi.
Ekki misskilja mig, ég er ekki að taka upp hattinn fyrir olíufyrirtækjunum. Ég er bara að benda á að eina leiðin til þess að fá þá til að lækka verðið, er með því að minnka eftirspurnina. Þetta eru ekki góðgerðarfélög, né eru þau til þjónustu við ykkur, né þjóðina, né neinn. Það er sjálfgefið og þannig á það að vera. Þeir sem vilja ekki borga svona mikið fyrir bensín, hafa það val að nota einfaldlega minna bensín í stað þess að ætlast til þess af olíufyrirtækjunum að bregðast við tapi annarra.
Vissulega eru olíufyrirtækin stór og rík og vond. En mér þætti vænt um að Íslendingar, eða almenningur almennt, áttaði sig aðeins á því að hann er alveg jafn sekur um ástandið og hver annar. Nánast allir sem eiga bíl og keyra hann reglulega gera það af einskærri leti og engri annarri ástæðu.
Allavega, það verður aldrei nein samstaða gegn olíufyrirtækjunum. Þetta er svolítið eins og nokkrir heróínfíklar að taka sig til og ætla sko aldeilis að sýna dílernum fram á með mótmælum að hann ætti að lækka verðið á heróíninu!
Hvernig væri að þið tækjuð ykkur frekar saman og stofnuðuð olíu-innflutningsfyrirtæki? Eða væri það að hafa of mikið fyrir hlutunum?
Fyrirgefið hrokann, ég er ekki að tala til neins ákveðins hérna.
Helgi Hrafn Gunnarsson 20.8.2008 kl. 14:03
Enginn hroki, ef það væru til peningar til að flytja inn olíu og selja mundi margir vilja gera það, en efast um að það sé til , það eina sem við getum gert er að reyna að sameinast um aðgerðir og hætta alveg að versla við þá. Það er rosalega lítið um samstöðu það er rétt en það má alltaf reyna. Vonsast til að einhverjir hugsi sig um tvisvar áður en þeir keyra inn á plan hjá N1 eða Skeljung.
Reynir W Lord, 20.8.2008 kl. 14:15
Af hverju er bensínið alltaf dýrara í sjálfsafgreiðslu hjá stóru olíufélögunum heldur en hjá litlu olíufélögunum sem eru bara með sjálfsafgreiðslu? Ætti ekki að vera sama verð þar? Leggja þeir þjónustugjald á dælur með sjálfsafgreiðslu. En annars finnst mér að allir ættu bara að kaupa bensín þar sem það er lægst hverju sinni og leyfa markaðsöflunum að taka í taumana eftir það. Ég geri það allavega. En það er erfitt ef öll olíufélögin hafa alltaf sama verð.
Gunni 20.8.2008 kl. 15:00
Bragi Þór Valsson, 20.8.2008 kl. 13:58
Imthedead: Ööööö nei. Að finna olíu væri það besta sem gæti komið fyrir Ísland núna, en það er önnur saga.
Þú meinar þá líklegast að það væri það besta fyrir örfáa útvalda aðila hér á Íslandi, er það ekki vanalega þannig hér á þessu blessaða landi okkar að ef ríkið kemst í eitthvað sem gefur hugsanlegan gróða þá er það vanalega gefið einhverjum ríkisbubbum og vinum þeirra sem stjórna.
Halldór Björgvin Jóhannsson 20.8.2008 kl. 15:02
Halldór sammála þér , og Gunni það verður alltaf að velja ódýrasta og ekki bara það, heldur líka hugsa um hvernig er komið fram við okkur, þeir segja að það verð sem þeir séu með eigi að endurspegla heimsmarkaðsverð en er það raunin nei , þeir hafa ekki staðið við það sem þeir segja, og við eigum að sameinast í að sniðganga N1 og Skeljung eins og teppa brunna, látum þá eiga sig og þá lækka þeir.
Reynir W Lord, 20.8.2008 kl. 15:12
ég er með í þessu að loka á 2 olíufélög. helst svoldið lengi þangað til þau verða aðframkomin.
fellatio, 20.8.2008 kl. 15:20
Og það kæmi mér ekki á óvart þó að meginþorri þessa eldsneytis sem við erum að versla núna á uppsprengdu verði hafi verið verslaður LÖNGU áður en heimsmarkaðsverð rauk upp og krónan hrundi.
Þessir menn er mjög fljótir að hækka miðað við heimsmarkaðsverð og gengi krónunnar (ef mér skjátlast ekki þá er það gert samdægurs) en þegar kemur að því að lækka þá er því frestað með þeirri afsökun að bensínið var keypt inn á svo háu verði að það þarf viku eða eitthvað svoleiðis til að klára þær birgðir sem voru verslaðar á því verði, væri nú ekki gaman að sjá þetta gerast á hinn bóginn líka.
Halldór Björgvin Jóhannsson 20.8.2008 kl. 15:28
Því fleiri sem loka á N1 og Skeljung því betra, og því lengra sem við sniðgöngum þá því betra, ég veit það þetta hljómar asnalega en við verðum að standa saman og láta þá finna fyrir að við ráðum ekki þeir, við getum ákveðið að versla við þá eða látið þá vera.
Þeir verða að öðlast traust okkar til að við verslum við þá er það ekki málið.
Reynir W Lord, 20.8.2008 kl. 16:04
Algjörlega sammála því að versla ekki við N1 og skeljung, er hættur því sjálfur.
Finnur 20.8.2008 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.