Við viljum fá meiri lækkun og það strax!

Og ég tel að við eigum það inni, þeir eru að leika sér að okkur með því að henda inn einni og einni kr , en þeir geta hækkað um 4-6 kr í einum áfanga, þetta er alveg með öllu óþolandi þetta skuli eiga sér stað , gengið er að styrkjast  olíuverð er að lækka og þeir henda i okkur nokkrum kr í einu, þetta er alveg með ólíkindum.

Hvað er til ráða spyr ég, getum við gert eitthvað við þessu, sniðgengið þessi félög með öllu, það koma einn til mín og sagði gott og gilt að sniðganga þessa en við verðum að hætta alveg að versla við þá líka sjoppunni. Því ef við förum þangað inn þá erum við að versla við þá og það eigum við ekki að gera látum þá finna fyrir samstöðu frá okkur og leitið annað með ykkar verslun.

 


mbl.is Skeljungur og Olís hafa lækkað verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju í ósköpunum ættu olíufélögin að lækka verðin þegar fólk kaupir alveg jafn mikið bensín?

Ef þú værir að reka fyrirtæki, væri það þá ekki óábyrgt gagnvart eigendum þess og fjölskyldum þeirra að rukka lægra verð en kúnnin er tilbúinn til að borga.

Við þurfum að hætta þessu fórnarlambarugli og að láta eins og olíufélögin skuldi okkur eitthvað eins og þau séu einhver góðgerðarsamtök sem hafa það hlutverk að aðstoða okkur aumingjana. Meðan meirihluti fólks er tilbúið að borga 200 kall fyrir bensín, þá er ekkert eðlilegra en að bensínið kosti nákvæmlega það.

Arnar 6.8.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Reynir W Lord

já þú segir nokkur , sem er bara rétt og meðan við borgum með bros á vor sem margir gera án þess að pæla í því hvort það kostir 166 kr eða 200kr, þá lækka þeir ekki, en það sem er kannski sárast að þegar innkaupastjórar frá þessum fyrirtækjum segja að það sé eðlileg krafa markaðarins að fylgja eftir verðum á heimsmarkaðsverði þá finnst mér þeir eiga að standa við gefin orð.

Reynir W Lord, 6.8.2008 kl. 13:54

3 identicon

Ég get eiginlega ekki verið sammála manninum með fyrsta álit. Því að hvað eiga íslendingar að gera? Mótmæla? Bíddu já alveg rétt síðast þegar vörubílstjórar gerðu það þá gerðu olíufélögin ekkert en Löggan missti sig og sprautaði meisi í andlit allra og þar að auki fólks sem var einungis að fylgjast með mótmælunum. Það er nú bara þannig að fólk þarf á bíl að halda nú til dags og það er ekki bara hægt að segja. Jæja allir hætta að nota bíl og þá lækkar bensínið.

Ég held að betra ráð væri kannski að hætta að versla við eithvað olíufélag, eða olíufélög og versla einungis við eitt þeirra. Það yrði til þess að hin félögin sem fengu engin viðskipti myndu neyðast til að minnka bensinverð til að koma á móts við minnkandi aðsókn. Þetta væri mjög langsótt og erfiður áróður, en ef stór partur af þjóðinni myndi grípa á agnið og vera með þá held ég að olíuverð myndi lækka töluvert hér á landi. 

Gunnar 6.8.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Reynir W Lord

Sæll Gunnar,  þetta er það sem ég hef verið að segja ef við tökum okkur saman og sniðgöngum N1 og skeljung þá neyðast þeir til að lækka verð en ég held svei mér þá að 80% af þjóðinni sé sama, menn tala um þetta á kaffistofum og á milli sín en gera ekkert við því. Sorglegt en satt.

Reynir W Lord, 6.8.2008 kl. 15:00

5 identicon

Gunnar, hverju ertu ekki sammála? Minn punktur var að það er ekki hlutverk olíufélaganna að skaffa landanum eldsneyti á lágu verði. Hlutverk olíufélaganna er að búa til hagnað, rétt eins og allur annar atvinnurekstur. Ef þú ættir hlut í olíufélagi og gætir valið um það hvort arðurinn þinn er 10.000 eða 20.000, hvort myndirðu velja? Ef þú átt fjölskyldu sem þú þarft að klæða og fæða, er þá sanngjarnt gagnvart þeim að velja 10.000 kr. bara af góðmennsku við ókunnuga?

Það sem fer í taugarnar á mér er þegar fólk ætlast til þess að fyrirtæki (og þar með annað fólk) hreinlega gefi þeim hluta af sínum tekjum án þess að fá neitt í staðinn. Að arga og garga á olíufélögin að lækka verðið er nákvæmlega það.

Málið er að verð stýrist af framboði og eftirspurn. Mótmæli ein og sér breyta auðvitað engu, ef þau breyta ekki eftirspurninni. Þau hafa svo sannarlega engin áhrif á framboðið. Eina leiðin til að lækka er að minnka eftirspurnina, eins og þú bendir svo réttilega á.

Arnar 7.8.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband