Og ekki lækkar Olíafélöginn í takt við heimsmarkaðsverð

en og aftur er það krafa okkar að þið stjórnendur olíufélagana standi við þau orð sem þið hafið látið falla þegar þið voruð að hækka og hækka vegna heimsmarkaðsverð, en núna þegar það snarlækkar þá lækkið þið ekki eins ört, félög eins og N1 er komin með það slæmt orð á sig að ég væri ekki hissa þó svo að margir mundu frekar borga aðeins meira en að versla við þá, alla vega er ég einn þeirra, sjáið fréttir kvöldsins allir lækka nema N1 þeir ætla að bíða og sjá hvað skeður á morgun en samt lét Magnús þau orð falla: "Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli
heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við við
breytingar á heimsmarkaði." Magnús reyndu að standa við þessi orð þín enn ekki segja eitt og gera síðan annað.
mbl.is Olía heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimsmarkaðsverð hefur lækkað um tæplega 14% prósent frá því á mánudaginn fyrir viku, úr 146 dollurum í 124 dollara tunnan. Á sama tíma hafa olíufélögin hér lækkað verð (á dísel allavegna) um tvær krónur, eða 1,5%! Hvernig getur þetta staðist?

baddi 23.7.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Reynir W Lord

Þetta er ansi góð spurning sem ég mæli með að einhver fréttagaur taki að sér og spyrji þessa olíufursta , gaman væri að sjá svar við þessu, ef það er eitthvað eitt gott svar.

Reynir W Lord, 23.7.2008 kl. 22:27

3 identicon

Það var einnig upplýst þegar verðið fór sem hæst að miðað væri við Us$ kr 84.

Stefán Unnarsson 23.7.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband