Eruð þið ekki að jóka,,,,,
16.7.2008 | 11:00
Finnst ykkur ekki þetta vera hræsni, þeir voru að hækka um 2 kr ekki fyrir löngu og núna er olíuverð að lagast þá lækka þær um 1.20 .
En og aftur segja ég við eigum að Sniðganga þessa $%$&/&%$ sem allra mest notið AO eða Olís, látið þessa vera út þennan mánuð og næsta líka, þá sniðgöngum við Olís og AO. Áfram svo.
Er þetta kannski alveg vita vonlaust, er það virkilega svona erfitt að fá fólk til að sýna samstöðu. næst þegar þíð keyrið framhjá N1 eða Skeljung, skoðið í kringum ykkur er ekki AO eða Olís rétt hjá, farið þá þangað.
Smá viðbót: this does not make sense. ?????
Aðspurður segir hann að gamla þumalputtareglan hafi verið sú að þegar heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkar þá hafi það tekið á bilinu þrjár til fjórar vikur að skila sér út í eldsneytisverðið. Í dag taki þetta aðeins nokkra daga.
og í gær var þetta sagt:
Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við við breytingar á heimsmarkaði.
Og með þessu eru þeir að taka okkur alveg ósmurt í þið vitið hvar, og við gerum ekkert við þessu, þessi kallar sitja við sitt borð og brosa bara á því hvað við erum öll heimsk.
N1 lækkar verðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
OLÍS hækkaði um 5 eða 6 krónur á lítran fyrir fáum dögum en Atlantsolía og Orkan hafa verið lægri undanfarið.
AÐ ÖÐRU LEITI ER ÉG SAMMÁLA
Þessi lækkun kemur í kjölfar mestu lækkunar á heimsmarkaðsverði sem orðið hefur í mörg ár!
Þegar heimsmarkaðsverð hækkaði (nokkrum sinnum á síðustu mánuðum/árum) voru þeir fljótir að hækka og það meira en um eina skitna krónu!!!!!!!!!!!!!!
Edda Björk 16.7.2008 kl. 11:25
Ekki gleyma að:
N1 á Egó
Olís á ÓB
Skeljungur á Orkuna
Allt sami pakkinn, allt sömu nau****arnir.
Sturla 16.7.2008 kl. 11:38
Sammála, Sniðganga N1 og EGÓ, Skeljung og Orkuna, Látum þá sjá að við getum alveg látið þá finna fyrir buddunni, ef við verslum ekki hverjir gera það þá.
Reynir W Lord, 16.7.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.