Efni
Höfundur
Ég segi mína skoðun á þeim hlutum sem mér finnst mæti fara betur, kannski eru ekki allir sammálar mér en þeir geta þá líka farið annað en að lesa mitt blogg, mér finnst við eigum að sniðganga stóru olíufélöginn til að knýja fram lækkun, enda eiga þeir það ekki skilið að við verslum við þá.
Allir eru velkomnir að commenta á bloggið mitt. Ég er áhugaljósmyndari og hef lúmskt gaman að taka myndir, eins og sjá má á Flickr.com og rhlord.com Annað áhugamál hjá mér er tölvur og tækni, út að ganga og útivera en það nýjasta er líkamsrækt.
Nýjustu færslur
- 7.10.2013 Þetta er það sem Ríkistjórn Íslands vill???
- 11.4.2013 Steingrímur og Jóhanna
- 4.2.2013 Við ættum frekar að sameinast með þeim og mótmæla ....
Færsluflokkar
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
Nota bene
Mínar síður
http://www.ibm.com htp://www.nyherji.is http://www.novell.com http://www.rockbottomgolf.com http://www.ibliduogstridu.is http://woxit.com
Myndaalbúm
Eru ekki allir að sniðganga N1 og Skeljung
8.7.2008 | 15:43
Og ekki bólar á lækkun frá þessum herramönnum þó svo að heimsmarkaðsverð sé að lækka og gengið sé að styrkjast, ég hef fyrir mitt leiti ekki verslað við þá síðan 1 júlí.
Þó svo að Olía hefur lækkað erlendir lækka þeir ekki og bera við að sjálfsögðu að þeir kaupa á hærra verði,.... svona er Ísland í dag.
Olíuverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Nei það eru ekki allir að taka þátt í þessu vegna þess að þetta eru án efa heimskustu mótmæli sem eru til. Olíufélögin taka sáralítið af hverjum lítra og það er í raun og veru ríkið sem er að taka okkur ósmurt, betri mótmæli væru að gera eitthvað virkilega róttækt við ríkisstjórnina til að fá þá til að lækka álögur.
Palli 8.7.2008 kl. 16:01
Sáralítið segirðu.... ég reiknaði það nú út fyrir ekki svo löngu síðan að miðað við listaverð eru olíufélögin að taka tæpar 40kr á lítra!!! Mér finnst það nú langt frá því að vera sáralítið svona í ljósi þess að það er meira en þrefalt hærra en meðalálagning olíufélaga í Evrópu!
Það er rétt sem Reynir er að segja að núna er heimsmarkaðsverð búið að lækka um rúma $10 síðan fyrir helgi ( http://www.oil-price.net/ ) og krónan búin að styrkjast helling á síðastliðinni viku og ekkert gerist hjá olíufélögunum. Það er nú ekki svo langt síðan að verðið úti hækkaði um $10 á einum degi og lækkaði svo aftur um $4 daginn eftir en þá hækkaði allt hérna um 6kr pr. lítra. Svo ekki reyna að segja að olíufélögin séu góði gæinn í þessu dæmi. Miðað við hvað var að gerast þá ætti að lækka núna um amk 10kr pr.l.
Það er svo annað mál að ríkið er farið að taka til sín rúman 80kall af hverjum lítra sem er auðvitað ekkert í lagi. Það eina rétta í stöðunni væri að lækka virðisaukann á eldsneyti til að leiðrétta þessa gríðarlegu tekjuaukningu hjá ríkinu út af hækkandi heimsmarkaðsverði og ömurlegri stöðu krónunnar.
Balsi 8.7.2008 kl. 16:20
Þetta undirstrikar það sem ég var að segja.
http://www.fib.is/?ID=1951&adalmenu=13
Álagning á diesel var 34kr pr.l. í sljálfsafgreiðslu í lok júní sem er þá 39kr á fullu verði. Þannig að eins og staðan er núna er álagningin sennilega farin að nálgast 50 kallinn.
Balsi 8.7.2008 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.