Getur einhver útskýrt fyrir mér

Það væri gott að fá einhverja útskýringu á þessu frjálsu falli krónunnar og aflverju ríkið situr hjá.
mbl.is Gengi krónunnar aldrei lægra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er í raun mjög einfalt. Gengi íslensku krónunnar er fljótandi.  Fyrir tuttugu árum var því handstýrt af ríkisstjórninni.  Ef efnahagurinn, vöruskiptajöfnuður osfrv. hefði verið í sömu stöðu fyrir tuttugu árum hefði gengið einfaldlega verið fellt af ríkisstjórninni.  Nú situr ríkisstjórnin þegjandi hjá þegar markaðurinn sér um að gera þetta fyrir hana.

Einar S. 18.6.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Skaz

Það virðist bara vera að eiga sér stað óheilbrigð markaðsatburðir eða reyndar bara mjög neikvæðir atburðir. Ríkið getur gert hluti til að hafa áhrif á þessa þróun að vissu leyti. Nema hvað ég held að partur af hikinu sé "bíðum og sjáum til" skapið hjá Haarde og líka það að vera ekki viss um að geta dregið til baka þær aðgerðir til að létta undir fólki eða draga úr sköttum eða koma með mótvægi gegn þessari þróun. Þ.e.a.s að þær aðgerðir verði varanlegar...s.s. bifreiðagjöld sem áttu bara að vera innheimt í 2 ár á sínum tíma...

Það virðist sem svo að ríkið sé búið að ákveða að við verðum bara að taka þessu og reyna að koma sem minnst löskuð hjá þessu en löskuð samt. Hinir hæfustu lifa af, frjálshyggjan uppmáluð. Það virðist bara ekki vera vinsælt hjá ríkisstjórninni að viðurkenna þetta eða segja hvað er í gangi. Benda alltaf á aðgerðir varðandi íbúðalánasjóð eða gjaldeyristrygginguna Skandinavísku...allt frekar ólíklegt til þess að gera mjög mikið gagn...

Skaz, 18.6.2008 kl. 20:26

3 Smámynd: Reynir W Lord

Er þá ekki komin tími fyrir Geir blessaðan að segja af sér, sér hann ekki að ríkið er á barmi stjórnleysis, það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað, eða eins og mörgum er farið að grunna þessu er stýrt af bönkum sem græða sem mest meðan gengið er lágt, og olíufélöginn græða líka með endurteknum hækkunum.

Annað væri gaman að sjá kosningarloforð stjórnaflokkana og sjá hvort þeir séu að standa við gefin loforð.?

Reynir W Lord, 18.6.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband