Efni
Höfundur
Ég segi mína skoðun á þeim hlutum sem mér finnst mæti fara betur, kannski eru ekki allir sammálar mér en þeir geta þá líka farið annað en að lesa mitt blogg, mér finnst við eigum að sniðganga stóru olíufélöginn til að knýja fram lækkun, enda eiga þeir það ekki skilið að við verslum við þá.
Allir eru velkomnir að commenta á bloggið mitt. Ég er áhugaljósmyndari og hef lúmskt gaman að taka myndir, eins og sjá má á Flickr.com og rhlord.com Annað áhugamál hjá mér er tölvur og tækni, út að ganga og útivera en það nýjasta er líkamsrækt.
Nýjustu færslur
- 7.10.2013 Þetta er það sem Ríkistjórn Íslands vill???
- 11.4.2013 Steingrímur og Jóhanna
- 4.2.2013 Við ættum frekar að sameinast með þeim og mótmæla ....
Færsluflokkar
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
Nota bene
Mínar síður
http://www.ibm.com htp://www.nyherji.is http://www.novell.com http://www.rockbottomgolf.com http://www.ibliduogstridu.is http://woxit.com
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Sjöunda gosið á Sundhnúkagígaröðinni
- Mjög alvarlegt ef Njarðvíkuræð gefur sig
- Beint: Landsvirkjun fjallar um raforkuöryggi
- Sýndu enn og aftur hversu megnugir þeir eru
- Úlfar: Heppileg tímasetning á gosinu
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
Komin tími til, að menn sjái þetta !!!
25.5.2008 | 09:22
Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Hvaðan fengum við aftur 12 stig?
C 25.5.2008 kl. 09:35
Æ, hvað það hlýtur að vera gaman að hoppa svona á skoðanavagninn, og tala um "austur-evrópsku mafíuna" án þess að hugsa.
Kostnaðurinn var gefinn upp í fyrra, og þá eins og núna komu fram ýmsir besservisserar eftir að ljóst var að við töpuðum, og sögðu að það væri eina vitið að hætta þessu.
Eftir forkeppnina heyrði ég ekki einn einasta mann segja að þetta væri austur-evrópsk mafía, þrátt fyrir að 7 af 10 löndum sem komu uppúr okkar forkeppni væru frá austur-evrópu.
Þá heyrðist ekki í nokkrum manni að um væri að ræða mafíu (eins og Eiki Hauks gerði þegar hann komst ekki uppúr undankeppninni í fyrra) heldur talaði fólk um það að nú væri þetta komið, ekkert annað að gera en að bóka Egilshöllina og byrja partíið.
Svo er annað skrítið, að þegar maður sá í fréttum að okkar riðill væri sterkastur , að 7 þjóðir í efstu tíu sætunum í gær komu úr fyrri undankeppninni, 3 þjóðir úr okkar undankeppni.
Alveg væri ég til í að sleppa þessari keppni og spara peninga skattgreiðenda, en við erum svo fljót að gleyma, að á næsta ári verðum við búin að senda Jónsa beran að ofan, syngjandi nákvæmlega eins ballöðu og Rússinn söng í gær, og allir munu segja "Nú er þetta komið".
Svona kemur þetta til með að vera ár eftir ár, eins og þetta hefur verið síðustu 22 árin.
og til að hryggja stuðningsmenn samsæristillagna um austur-evrópskar mafíur, þá man ég ekki betur en að Pólland hafi lent í neðsta sæti og Rúmenar voru líka frekar neðarlega ef ég man rétt.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 25.5.2008 kl. 09:41
Svo er tilvalið fyrir þig að skoða hversu mörg austur-evrópulönd unnu síðustu 10 árin.
Svona til þess að bakka austantjalds-samsæriskenninguna aðeins upp ! hehe
Ingólfur Þór Guðmundsson, 25.5.2008 kl. 09:42
Þetta er svo ótrúlega óþroskað viðhorf. Ég tek undir að miklu leyti með Ingólfi hér en langar að benda á eitt, að þegar þjóðirnar voru 16,18, 20...25 sem tóku þátt, og engin undankeppni, þá var umræðan ekki mikil um klíkuskap þó svo að ekkert hafi breyst (Grikkir og Kýpverjar, Norðurlöndin, o.s.frv.). Svo fjölgaði löndunum í keppninni ... ætli "spillingin" hafi byrjað með sigri júgóslavíu 1990?
En þegar löndunum fjölgaði þá var hafður sá háttur á að neðstu löndin í keppninni tóku ekki þátt árið á eftir en komu svo inn tveimur árum seinna. Þetta var eitthvað sem enginn kvartaði svona mikið yfir, er það? Áfram voru stigin að skiptast á milli sömu landa í Vestur-Evrópu og nú ... en svo er Evrópa að breytast, ríki fá sjálfstæði og löndum fjölgar. 43 lönd keppa í ár og tveir undanriðlar, sem þó eru sérstaklega hannaðir þannig að klíkuskapur geti ekki talist áberandi... eða hvað? En út af því að Austur-Evrópuþjóðirnar eru fleiri núna, þá fyrst er talað um klíkuskapinn alræmda, í krafti fjölda þjóðanna! Eini munurinn núna og hér á árum áður, er fjöldi austurEvrópuþjóðanna. Af hverju er allt í einu talað um að "klíkuskapur" þessara þjóða sé að eyðileggja keppnina???
Af 64 stigum Íslendinga... komu 35 frá Norðurlöndunum ... ú je, enginn klíkuskapur þar á ferð ... en hann er náttúrlega algjör í austurEvrópu!
Rússar hafa ávallt verið að stigaháir í keppninni (klíka klíka klíka hrópar vestræni almúginn) en hvernig var vitað að Dima Bilan ynni í ár? Af hverju unnu Rússar ekki með Tatu-bandinu 2004? (eða var það 2003?) Af hverju unnu Serebro ekki í fyrra? Af hverju vann Dima Bilan ekki 2006?
Í ár þótti hann strax líklegur og ég held að þar spili inn í gífurlegar vinsældir hans sem og sú áhersla sem Rússar lögðu á framlag þeirra í ár. Timbaland upptökustjóri og svona viðhorf. Þeir kosta til framlagsins og gera því hátt undir höfði. Þetta er alls ekki slæmt lag, en ég hefði kosið nokkur lönd á undan Rússum. Mín uppáhöld voru Serbía, Úkraína, Armenía, Noregur, svo kom Portúgal sterkt inn... en ég var mikill stuðningsmaður Serbíu og Úkraínu... hvað gerir það mig?
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 25.5.2008 kl. 10:33
Nokkrir mjög góðir punktar hér á ferð, en satt að segja var uppáhalds lagið mitt í keppninni í ár er og var alltaf Belive með Dima Bilan, þetta er mjög gott lag og ég er mjög sátt.
Maður er svosum löngu hættur að hugsa, við vinnum þetta klárlega! Í ár hugsaði ég fyrst og fremst um að við bara yrðum að fá fleiri stig en ungfrú bótox frá svíþjóð. Það gekk eftir og því er ég mjög sátt og rúsínan í pylsuendanum var auðvitað sú að hún komst ekki upp úr riðlinum okkar, heldur var það dómnefndin sem hjálpaði henni.
Talandi um 'klíkuskap' þá gáfum við öllum norðurlanda þjóðum stig þrátt fyrir að flestallir íslendingar væru mjög óánægðir með hina sænsku Charlotte, það útskýrir samt afhverju hún fékk aðeins 3 stig frá okkur. En hinsvegar gáfum við Rússum ekki eitt einasta stig.
Noregur stóð sig líka frábærlega og með 34 lönd til að styðja við sig, 34 lönd gáfu noregi stig og endaði líka í 5. sæti, enda frábært lag.
Mér finnst bara að við norðurlandaþjóðir ættum annaðhvort að hætta þessu væli og halda áfram eða fá einhverjar þjóðir með okkur og stofna Westernvision eða Eurowesternvision eða jafnvel hætta allveg, sem væri sorglegt því að þetta er eina söngvakeppnin sem ég hef virkilega gaman af því að þessar íslensku (idol, bandið hans bubba) eru bara ekki jafn skemmtilegar, nema kannski söngvakeppni framhaldsskólanna, hún er ágæt enþað er ekki jafn mikil stemmning í kringum hana og Eurovision.
Ég segi hættum þessu væli og höldum áfram, Lordi vann hérna um árið, afhverju ættum við ekki allveg eins að geta það? Það væri hinsvegar vesen ef við loksins ynnum keppnina eins og staðan á krónunni er núna.
Dagrún 25.5.2008 kl. 14:20
þetta ér ég aftur..
Fyrir utan það að ef þú skoðar síðustu 10 ár þá hafa 3 mismunandi norðurlandaþjóðir unnið. Svíþjóð 1999 og hvar vorum við þá? jú einmitt 2 stigum á eftir í 2 sæti! svo var það Danmörk árið 2000, þá eru komin 2 ár í röð með norðurlandaþjóð sem sigurvegara.
Hinsvegar er eina óánægjan með eurovision hjá mér Ísrael, sem er í Asíu, ekki Evrópu.. eigum við ekki að bjóða Kanada og Bandaríkjunum í þetta líka? Stofnum við ekki bara Worldvision fljótlega? Eða væri þá komin 'Asísk mafía' afþví að Asíuþjóðirnar eru svo margar?
Dagrún 25.5.2008 kl. 14:30
þetta ér ég aftur..
Fyrir utan það að ef þú skoðar síðustu 10 ár þá hafa 3 mismunandi norðurlandaþjóðir unnið. Svíþjóð 1999 og hvar vorum við þá? jú einmitt 2 stigum á eftir í 2 sæti! svo var það Danmörk árið 2000, þá eru komin 2 ár í röð með norðurlandaþjóð sem sigurvegara(eins og núna 2 austur-evrópuþjóðir í röð). Svo var það Finnland 2006. Ég held að aðal óánægja Íslendinga sé að hafa ekki unnið ennþá.
Hinsvegar er eina óánægjan með eurovision hjá mér Ísrael, sem er í Asíu, ekki Evrópu.. eigum við ekki að bjóða Kanada og Bandaríkjunum í þetta líka? Stofnum við ekki bara Worldvision fljótlega? Eða væri þá komin 'Asísk mafía' afþví að Asíuþjóðirnar eru svo margar?
Dagrún 25.5.2008 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.