Dísel bíl til sölu :)

Ekkert grín ef svona heldur áfram þá sel ég blessaða bílinn og fæ mér bensín bíl, ríkið vill frekar stuðla að mengun en að reyna að koma til móts við okkur, ég tel að þegar á líður verður fullt af Dísel bílum til sölu við árslok, algjört hrun á bílasölum. þegar það er farið að muna meir en 25% dýrara að eiga Dísel bíl þá er eithvað að?
mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit nú ekki afhverju fólk horfir á verðið á dælunni :) Það er nú þannig að bílar fyrir 15 árum komust jafn langt fyrir peningin og nútíma bílar í dag í sama þyngdarflokki. þannig að krónan per kílómeter er ekki það mikið breytt. Þetta er spurning um að endurnýja drusluna .

Guðjón Ingi 24.5.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Sema Erla Serdar

Afhverju þurfti ég að kaupa mér dísel bíl ?!?!

Sema Erla Serdar, 24.5.2008 kl. 03:01

3 Smámynd: Sveinn Sigurður Kjartansson

Munurinn er 10,5% en ekki 25% Reynir.  Ég er þó alfarið sammála um að álögur ríkisins séu of háar og ættu ekki að vera prósenta af verði heldur föst krónutala af lítra.

Ég ek um á dísel bíl, Opel Vectra 1,9 CDTI sem er að eyða um 8,5 lítrum á hundraðið innanbæjar og 5,5 lítrum í langkeyrslu.  Ef ég ætti að eyða jafn miklu í krónum talið í bensín á bensínbíl þá yrði hann að eyða u.þ.b. 9,4 innanbæjar og u.þ.b. 6 lítrum í langkeyrslu og ég hef ekki fundið bensínbíl í sama stærðarflokki og sjálfskiptan sem nær því. 

Svo ég tel mig enn vera að gera rétt með að eiga díselbíl, fyrir utan hvað togið er miklu meira í díselbílnum og hann því mun skemmtilegri í akstri að mínu mati. Þessi Vectra sem ég er á er með 320NM tog og er 150 hestöfl og ég fæ ekki slíkt tog í bensínbíl með þessa eyðslu.  Bensínbíll með sama tog þyrfti að vera vel á þriðja hundrað hestöfl og þ.a.l. eyða mun meira en lítill sparneytinn bensínbíll sem eyðir innan við 10L innanbæjar og um 6L í langkeyrslu. 

Sem sagt: díselbílar ættu enn að vera hagkvæmari í rekstri en bensínbílar.

Sveinn Sigurður Kjartansson, 24.5.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband