Efni
Höfundur
Ég segi mína skoðun á þeim hlutum sem mér finnst mæti fara betur, kannski eru ekki allir sammálar mér en þeir geta þá líka farið annað en að lesa mitt blogg, mér finnst við eigum að sniðganga stóru olíufélöginn til að knýja fram lækkun, enda eiga þeir það ekki skilið að við verslum við þá.
Allir eru velkomnir að commenta á bloggið mitt. Ég er áhugaljósmyndari og hef lúmskt gaman að taka myndir, eins og sjá má á Flickr.com og rhlord.com Annað áhugamál hjá mér er tölvur og tækni, út að ganga og útivera en það nýjasta er líkamsrækt.
Nýjustu færslur
- 7.10.2013 Þetta er það sem Ríkistjórn Íslands vill???
- 11.4.2013 Steingrímur og Jóhanna
- 4.2.2013 Við ættum frekar að sameinast með þeim og mótmæla ....
Færsluflokkar
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
Nota bene
Mínar síður
http://www.ibm.com htp://www.nyherji.is http://www.novell.com http://www.rockbottomgolf.com http://www.ibliduogstridu.is http://woxit.com
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Ríkisstjórn Ísraels samþykkir vopnahlé
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
- Kennari stunginn í Svíþjóð
Það eina rétta. Ísland í evruna
10.1.2008 | 14:05
- Það er ekkert vit í að halda í Krónuna hjá okkur, ég er alveg til í að kasta henni líka. burt með hana og niður með verðtryggingu, þetta er ekkert annað en mafíu gjald til ríkis og banka.
- Úr einu í annað ég get ekki orðum bundist yfir þessari skipun á Þorsteini Davíðssyni í héraðsdómara, hann á að sjá að sér og draga sig í hlé, þetta er ekkert annað en mafíu háttur á þessu, haldið þið virkilega að hann hafi verið skipaður héraðsdómari ef hann væri ekki sonur Davíðs seðlabankastjóra. NEI... alls ekki.
Danir færast í átt til evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Það væri þjóðarmorð að taka upp evru. Eina stöðuga innkoman ... fiskveiðar myndu glatast. Evrópusambandið er algjörlega að klúðra málum hvað varðar fiskveiðar. Auk þess er atvinnuleysi í ESB löndum að meðaltali um 11%
Við Íslendingar höfum það best af öllum og ættum ekki að vera að kvarta.
Joseph 10.1.2008 kl. 14:18
Ef Ísland á að taka upp evru þarf að skoða það mjög vandlega svo að við lendum ekki í sama ferli og t.d. Þýskaland. Evran var helmingi hærri gjaldmiðill miðað við DM (þýsk mörk). Flestir breyttu bara um peningamerki á meðan að launin breyttust í rétta gengi. Svipað gerðist hér þegar matarskatturinn var lækkaður á sínum tíma t.d. Sumir fóru eftir reglum en aðrir ekki.
Svona er þetta. En þar að auki ef evran kæmi þyrfti að hrissta verulega upp í öllu hér og við myndum glata fisknum og eins og gömlu skáldin sögðu, tapa hlut af okkar sjálfstæði ;)
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 10.1.2008 kl. 14:56
Einsog kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um Evrópusambandið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af fiskveiðunum á Íslandi við inngöngu þar inn, fólk hefur hreinlega ekki kynnt sér málin ef það er að halda því framm - það eina sem mun breytast er að erlendar fjárfestingar verða leyfðar í sjávarútvegi, við munum sitja ein að okkar fiskimiðum áfram. Í skýrslunni kemur fram í áliti Össurar og Ágústar; "Ein mikilvæg niðurstaða þessarar skýrslu er að samkvæmt núverandi reglum ESB munu veiðiheimildir í íslenskri lögsögu falla í hlut Íslendinga, með hliðsjón af reglunni um hlutfallslegan stöðugleika sem byggist á sögulegri veiðireynslu. Sú regla hefur verið og er enn sá grunnur sem sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggir á."
Daníel er með góða ábendingu samt, þegar við tökum upp Evruna þá þurfum við að fylgjast vel með þessu - en það sorglega er að við lifum við þetta ástand í dag, því í hvert skipti sem krónan fellur, þá hækkar verð á innfluttri vöru, en það lækkar aldrei þegar krónan styrkist.
Fólk ætti að skoða lánayfirlitin sín ef það er ekki sannfært um að við eigum að henda krónunni - því húsnæðislán á Íslandi hækkuðu öll um yfir 10% á síðasta ári, mestmegnis vegna verðtryggingar! Íslenskur almenningur og sjávarútvegur er að þjást fyrir krónuna, og það væri best fyrir allt atvinnulíf og launþega að taka upp Evru.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.1.2008 kl. 16:08
Ef hægt er að fara í EMU án þess að fera í EU þá værum við í góðum málum. Við þurfum stöðugri gjaldmiðil sem að erlendir aðilar treysta sér í að fjárfesta í, en um leið er ekki ráðlegt að láta af veiðilendurnar.
Sigurður Jökulsson, 10.1.2008 kl. 16:10
Sigurður: Fiskveiðunum er betur borgið innan ESB en utan, bæði vegna betri aðgang að mörkuðum og meiri útrásartækifæri í Evrópu. Nú þegar eiga Íslendingar Þýska og Breska úthafsveiðiflotann! Sjávarútvegnum mun líða mun betur þegar hann hættir að þjást vegna óhagstætts gengis krónunnar eftir ESB inngöngu og Evru upptöku.
Veiðilendurnar, einsog þú orðar það, eru okkar sama hvort við erum innan ESB eða ekki - eins og ég skrifaði fyrir ofan. Þeir sem halda öðru fram eru bara að reyna blekkja fólk.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 11.1.2008 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.