Landin og græðgin!

Er það ekki bara þannig að ef næsti maður getur græt þá vilja það allir, með leigumarkaðinn þá er það nú þannig að þetta er fyrir löngu sprungið, 2 herb 52fm leigist í dag á 120.000 á mán fyrir utan hita + Rafmagn, og ég hef séð jafnvel hærri óskir um leiguverð en þetta, ég bý svo vel að eiga en dóttir mín er að leita og það er ekki auðvelt að finna íbúð í dag sem er á sanngjörnu verði.


Ófremdarástandið er til staðar og margir eru í vandræðum að borga mánaðarlega leigu upp á 120-150 þús kr á mán, ef einstaklingur getur greitt þetta mikið í leigu af hverju þá ekki að hjálpa honum með að kaupa íbúð, greiðslugeta upp á 120 - 150 þús á mán eru ansi margar milljónir í lánum. Vitað er um dæmi þar sem leigjandi hefur fengið bréf þess eðlis að leigan hækkar um helming eða frá 60.000 í 120.000 vegna þessa eina að eigandinn sá auglýsta íbúð til leigu í sömu götu fyrir þessa upphæð.


En hvað er til ráða, hækka laun, lækka leiguna, hjálpa þeim sem hafa getu að greiða 100.000 plús á mán að kaupa "já" frekar en að styrkja leigumarkaðinn, með því að hjálpa þessu fólki að kaupa þá losnar um íbúðir og þá lækkar verðið, því ekki vilja eigendur láta íbúðar sitja tómar án tekna. Þannig að það hlýtur að vera til sú bankastofnunn sem er til í að hjálpa þessu fólki að kaupa, jú er ekki met hagnaður hjá þeim hvert kvartal eftir kvartal.

 

 


mbl.is Lágmarkslaun duga ekki fyrir húsaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þvættingur! Húsaleiga í Reykjavík er ekki há, amk. ef miðað er við kaupverð á íbúðum. Leigusali verður að fá fyrir vöxtum og afborgunum af lánum vegna kaupa. ef fólki finnst leigan á höfuðborgarsv. of há, þá getur það farið út á land og leigt þar. þar er íbúðaverð lægra, og húsaleiga að sama skapi lægri. Umfram allt: Ekki láta skattgreiðendur niðurgreiða húsaleigu! Þá hækkar hún bara meira!

Oli 5.11.2007 kl. 12:24

2 identicon

Húsaleiga er há sam ahvernig þú lítur á það, 2 herb íbúð er ekki að kosta 120.000 í rekstur, þetta er ekkert annað en græðgi í húseigendum og ekkert annað þeir vilja ekki missa af lestinni, næsti maður er að fá hærra þannig virkar þetta ég er sammála Reyni

Jói 5.11.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: ViceRoy

Oli! Það eru fullt af leiguíbúðum á leigumarkaðinum sem keypt voru fyrir þessi lán bankanna, sem segir okkur að greiðslubyrgðin af þeim er ekki há, samt leigjast þær íbúðir út á 100+... hvernig útskýrir þú það?  Þetta fólk er að borga sömu upphæð og það gerði (nánast sömu upphæð) þegar það keypti íbúðina, eins og ég keypti mína fyrir þessi lán, borga um 50.000 á mánuði af henni, en gæti leigt hana á 120.000 vegna þess að þeir sem keyptu eftir að lánin komu þurftu að hækka (miðað við verð áður) til að hafa fyrir greiðslu og auðvitað fá einhvern aukapening út úr því.  Leiga í RVK er fáránlega há kallinn minn, ekki miðað við kaupverð í dag, heldur kaupverð áður og það hins skelfilega þróun á leigumarkaðinum, ódýru íbúðirnar leigðar á sama pening og dýru íbúðirnar af því að það er hægt.

ViceRoy, 5.11.2007 kl. 13:57

4 identicon

Sammála þér Sæþór. Óli er bara í draumaheim, enda gruna ég að hann leigi sjálfur út á okurverði finnst honum finnst þetta ekki dýrt. 

Jói 5.11.2007 kl. 16:00

5 identicon

Jæja best að láta á það reyna að koma með mitt fyrsta komment hér á blogginu eftir að ég skráði mig inn núna í  kvöld.

Tek heilshugar undir það að leiguverð er gjörsamlega útúr kú miðað við hvað gæti talist eðlilegt og eðlilegt miðast þá allajafnan við allmennt verðlag og kaupgjald í viðkomandi landi. Rökfræðin þarf ekki að vera flóknari en svo.  Þegar maður heyrir um dæmi þess að nánast óíbuðarhæfar kjallaraholur í Rvík séu leigðar út fyrir á annað hundrað þúsund þá hlýtur hverjum hugsandi skynsömum manni að vera misboðið.  En tengingin er engu að síður við fasteignamarkaðinn sem er einnig gjörsamlega útúr kú. Fasteignaverð ætti/þyrfti með réttu að lækka og einnig leiguverð.

Aftur á móti hef ég afskaplega litla tiltrú á eilífum inngripum stjórnvalda varðandi vaxtabætur og niðurgreiðslur á húsnæði/leigu. Gott ef það fer ekki bara beint í vasa leigusalana rétt eins og blessaður vaskurinn sem átti að lækka vöruverð. Hvar endaði hann?

Þessutan er tæpast sanngirni í því að vissir þjóðfélagshópar eða einstaklingar fái aðstoð/bætur eða hvaða nafni sem það kallast vegna húsnæðis en aðrir þurfi að borga allt uppí topp.

kær kveðja 

Eggert 

Eggert Vébjörnsson 5.11.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband