Stjórnvöldinn eru að missa tökin á þessu

það fer ekki á milli mála að á hverjum degi má lesa um einhverns konar afbrot og eða slagsmál, lögreglan verður að taka fastar á þessu og dómarara landsis verða að senda skýrari línur til afbrota manna með því að fara dæma hraða og dæma þá lengur , ég man eftir því að þegar ég bjó úti í USA árinn 1976 til 1981 þá var mikið rætt um DUI (driving under the influance) og það þyrfti að taka á þessu, skýrari línur voru senda út, ef þú varst tekin undir áhrifum þá fórstu beint í fangelsi í 3 daga, og allt að 1000$ sekt, annað sem menn tóku upp var 3 strike, ef þú gerðist lögbrjótur í 3 skipti þá þyngdi það dóminn til munna.

Ég tel að það verði að taka á þessu núna annar missa þeir alveg tökinn á þessu, menn eru að  komast upp með að vera lögbrjótar, um leið og það er búið að taka skýrslu þá er þeim sleppt, þeir fara beint heim til sín og hlæja að þessu síðan er  beðið í nokkra mánuði allt að ár,og síðan fá þeir dóm vá ekkert smá 3 mán skilorð, en sá sem þeir berja er janfvel tannlaus eða brotin, það á eftir að taka hann mörg ár að ná sér.

er þetta réttlát. 


mbl.is Heiftarleg árás talin gerð undir áhrifum kókaíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Omega3

Það er sorgleg staðreynd að þegar hart er tekið á glæpamönnum í þessu þjófélagi þá rísa vissir aðilar upp á afturfæturnar og væla yfir ómannúðlegri meðferð.

Omega3, 29.8.2007 kl. 08:04

2 identicon

DUI = Driving under the influence

Bunki 29.8.2007 kl. 08:47

3 Smámynd: Þarfagreinir

Hverju eru stjórnvöld að missa tök á? Glæpatíðninni? Ef svo er, þá er hæpið að líta á Bandaríkin sem fyrirmynd - er ekki glæpatíðnin þar hrikaleg?

Þarfagreinir, 29.8.2007 kl. 10:15

4 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Sammála.
Þessi sena kann að vera fyndin í einhverri Hollywood mynd en í raunveruleikanum er hún sko langt frá því að vera fyndin. Í ,,virtual" heimi er líka bara fyndið að afhausa og aflima fólk og ýta svo bara á ,,restart the game" og allir heilir á ný, það er nefnilega engin ,,restart" hnappur í raunveruleikanum til að ýta á, bara ískaldar staðreyndir.

Sigurjón Sigurðsson, 29.8.2007 kl. 11:21

5 Smámynd: Alti R

Heðring viðurlaga hefur ekki endilega góð áhrif í þessu samhengi að mínu mati, vandamálið er lengra til baka og aðeins afleiðing að árásin hafi átt sér stað.

Meðferðaúrræði og aðhald að fíklum afturámóti er eitthvað sem geti komið sterkt inn. Ekki bara "wash n´go"

Alti R, 29.8.2007 kl. 12:46

6 Smámynd: Reynir W Lord

Svona til að svara sem flestum þá er ég ekki að segja að nota USA sem fyrirmynd langt í frá en það er skelfilegt að hugsa um það að men eru að komst upp með hrikalegar árásir eða keyra undir áhrifum áfengis, hvernig er með náungan um daginn tekinn 2 sinum sama dag undir áhrifum, hvað ef hann hefði nú drepið einhvern við þessa athöfn, einhvern nákomin ykkur eða mér þætti mér það réttlætanlegt að sjá síðan sama náunga keyra um bæinn daginn eftir ? nei það þætti mér ekki.

Lengri dómar mundi taka þessa aðila úr umferð og gera borgina betri, fyrir mitt leiti fer ég ekki í bæinn um helgar.  

Reynir W Lord, 29.8.2007 kl. 12:48

7 identicon

Mér er nokk sama hvernig þeir hafa sín lög og reglur í henni Ameríku,en það er deginum ljósara að afbrot hér eru að harðna með aukinni neyslu eyturlyfja,það efast held ég enginn um það,og ættum við heldur að hafa áhyggjur af þróuninni í þeim efnum og reyna að gera eitthvað í því frekar  en að miða við það versta sem þekkist og sofa á verðinum.En annað mál,Það vill þannig til að ég þekki aðeins til 'eyrnamálsins ' en það flagnaði ekki bara smá skinn af,heldur er stúlkan illa farin eftir þessa árás,og er þessi stúlka ekki ófriðar seggur,heldur rólegheita stúlka,og það rétt að árásin var með öllu tilefnis laus.Og er Reynir ekki einn um það að þora ekki í miðborgina um helgar,og því miður er það á rökum reist að fólk er ekki óhult þar um helgar.En það þarf verulega að fara að hugsa um forvarnar störf hér á landi,en það virðist því miður oft vera varið fjármagni í fánýtari hluti og ekki gripið í taumana í erfiðum málaflokkum fyrr en allt er komið í óefni.Í sambandi við sektir þá hefur það sýnt sig að oft virðist það vera eina lausnin að koma við budduna hjá fólki til að það átti sig,eins og hefur sannast með hraðasektirnar ,eftir að þær voru hækkaðar lækkaði hraðinn á vegunum.

Over & out

Ljósálfur 29.8.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband