Deskotans bull er þetta?

Mætti halda að þóra væri með alla fjölmiðla í vasanum sínum, hún er búin að fá  mesta umfjöllum af þeim öllum, og núna kemur það sem frétt að hún er líka búin að stofna kosningasjóð, mér persónulega finnst hún Þóra alveg ágætt í því sem hún er að gera og ætti að halda því áfram, á Bessataði hefur hún ekkert að gera. Þetta er mín skoðun og eflaust getur hún alveg staðið sig þarna efast ekki um það, en að hún eigi að taka við af Ólafi þá segi ég nei, við eigum ekki peninga til að fara að borga örðum forseta laun, hölum okkur við Ólaf enda hefur hann alveg staðið sig 110 % ef ekki, Tel ég að fjölmiðlar verði að passa sig aðeins á þessu og gefa örðum jafn mikinn áhuga og þóra fær. 

 

 


mbl.is Kosningasjóður Þóru stofnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé nú bara ekkert að þessari frétt ... fyrir utan það að þeir hefðu nú mátt setja tengil á kosningarsíðu Þóru :)

Guðni Helgason 10.4.2012 kl. 16:40

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þú ert að tala um fjölmiðlaumfjöllun... þá veit ég ekki betur en Ólafur hélt fjölmiðlum og allri þjóð sinni í gíslingu alveg frá áramótavarpinu og fram í mars.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2012 kl. 16:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég veit ekki betur en að það fár hafi allt verið blásið upp til að gera Ólaf tortryggilegan Sleggjuhvellur. Hélt hann þjóðinni í gíslingu??? Með því að gefa sér lögboðinn tíma í að ákveða hvort hann ætlaði að gefa kost á sér.

Þvílí móðursýki.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2012 kl. 18:09

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það var lítið fjallað um annað en Ólaf í þrjá mánuði.

Sú staðreynd er athyglisverð þegar nokkrir móðursjúkir finnst mikið að Þóra fær tvo þriggja daga umfjöllun.

Það er greinilegt að útbrenndu stjórnmálamennirnir einsog Óli grís, Guðni Ágúst, ragnar Arnalds og aðrar risaeðlur skjálfa á beinunum þegar þeir sjá Þóru.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2012 kl. 19:40

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég mun kjósa Þóru, ekki spurning. Fer samt ekki í fýlu ef Dorrit og Ólafur sitja áfram :-)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.4.2012 kl. 20:19

6 Smámynd: Gunnar Valur Gunnarsson

Ég skil ekki hvernig fólk getur ekki séð í gegnum þessa ömulegi leikþætti hjá Ólafi Ragnari.

"Hann er auðmjúkur að gera þjóðinni stór greiða af því að það er því miður enginn annar sem getur verið Forseti nema hann á þessum erfiðu tímum, bla bla bla."

Þarna er á ferð pólitískur refur sem fylgir þvílíkri hentistefnu að það hálfa væri nóg. Hann nýtir sér ítrekað heimskan almúgan sem man ekki nema 2 vikur aftur í tíman.

í Eimskipsmálinu var hann aðal maðurinn í reyna að koma Björgólfi í fangelsi. Nokkrum árum síðar er hann fjúgandi um allan heim með þessum sama Björgólfi og dansar um eins og auglýsingapési fyrir útrásarvíkinga (var það hluti af því að hann er búinn að standa sig 110%?). Í dag er hann hinsvegar aðal máttarstólpinn í viðreysn landsins.

Rannsóknir hafa verið gerðar á leiðtogum sem setið hafa "of" lengi. Nánast undantekningar laust gerist það sama hjá þeim öllum. Fylgismenn þeirra hætta að gagnrýna þá og fylgja þeim í blindni. Leiðtoginn fyllist hroka og trúir því að hann sé ómissandi snillingur. Hver man ekki eftir Davíð Oddssyni og vofunum sem fylgdu honum?

Það er ástæða fyrir því að margar stjórnarskrár hafa hámarks tíma um setu forseta?

Gunnar Valur Gunnarsson, 10.4.2012 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband