Afhverju lækkar það ekki hér.....
13.7.2011 | 08:03
Getur það verið að það sé hrein græðgi sem stýrir því eða haghvæmni. Ég tel það vera græðgi þar sem það stendur ekki á að hækka þegar heimsmarkaðsverð hækkar en það dregst alltaf á langinn að lækka. Og hvað getum við jú gert annað en að halda áfram að keyra okkar kerrur og versla olíu frá þessum andskotum, Jú við gætum snúið baki saman og verslað við eitt eða tvö félög og þannig látið okkar óánægju í ljós, en við erum friðsamri Íslendingar og látum kúga okkur og pína, held svei mér þá að við njótum þess vegna þess að það er ekki hægt að sýna samstöðu í neinu. Þannig að ég ætla að halda áfram að blogga um þetta þið haldið áfram að lesa og gerið ekkert nema ræða þetta á kaffistofum eða vinnunni.
Enn lækkar hráolía í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það hefur ekkert verið að lækka umfram skekkjumörk hingað til. Hækkaði vel á fimmtudag og föstudag og hefur verið að flökta síðan þá.
39cent er óveruleg lækkun sem væri alveg jafn líkleg til að hverfa seinna í dag.
Þess má geta að Brent féll niður í 115.3$ í gær en fór svo upp aftur sama dag, hvar var æsifrétt Morgunblaðsins þegar hráolíuverðið tók næstum 2$ dýfu :)
Jóhannes H. Laxdal, 13.7.2011 kl. 10:59
það má samt ekki gleym að olíu verð hefur lækað tölu vert síðan tunna var í 102 -5 dollarar en það hefur ekki lækkað hér ..
kannski eru þessir bjálfar bara svo vitlausir að kaupa alltaf olíu þegar hún stendur sem hæst í stað þess að versla hana þegar hún er sem ódýrust.
sé fylgst náið með mörkuðum þá eru oft dífur um sem nema heilum helling og þá kaupir maður ... og við erum ná varla það stórt ólíu neyslu veldi að það sé ekki hægt að ná mánaðar skammti í einum kaupum á 10 mínutum ..
þannig að ég stimpla þetta á græðgi og einokunn
Hjörleifur Harðarson, 13.7.2011 kl. 12:38
Lækkað helling síðan hún var í 102-105 dollara?.. en mótsagnakennt.
Hún féll niður í 105ish $ eftir að BNA og Miðausturlanda olíucartelið flæddu markaðinn með varabirgðunum sínum en sú lækkun endist ekki nema í 6 daga þegar olíuverðið fór uppí ~113$ sem er svipað markaðsverð og var áður en farið var í þessar aðgerðir. Síðan hefur það hækkað og er núna í 118.78, semsagt það varð nákvæmlega ekkert uppúr þessari lækkun sem minnst er á í þessari frétt.
Þess má geta að Olíufélögin hérna biðu í 3 daga með að hækka bensínverðið þegar það fór að hækka í lok júní, og svo aftur í ~2 daga þegar það fór að hækka uppúr miðri síðustu viku.
Jóhannes H. Laxdal, 13.7.2011 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.