Erum við hissa...
1.7.2011 | 13:17
Ég flaug nýlega frá Kaupmannahöfn og þá með Icelandair, okkar flug átti að fara 22:50 en IcelandExpress 22:55 , þegar kallað var um borð í Icelandair kom á skjáin að flug Icelandexpress seinkar til 00:05, fólkið sem þarna var með börn og allir þreyttir voru ekki ánægð með þetta, ég er líka viss um að okkar flug kostaði ekki nema kannski 10.000 kr meira með Icelandair, fyrir utan það að vélarnar frá Icelandair eru nýrri og betri flugfreyjurnar eru vinalegri , æji það er eitthvað við að koma um borð í Icelandair sem gerir það að verkum að manni finnst maður komin heim, það vantar alveg hjá Icelandexpress.
t.d.
ég flaug með Icelandexpress til London og þaðan til Prag með Ryanair og það var ótrúlega mikill munnur á þessum félögum, en málið er að þegar ég var að fara frá borði í London setti ég límmiða á sætið fyrir framan mig, ég var síðan svo heppin þegar ég kom til baka að sitja í sama sætið á leið heim og þar var límmiðinn ennþá :)
En á þessum tveim flugum sem við fórum með Icelandexpress þá voru þeir á tíma.? þannig að þetta er hægt.
Gengur illa að standast áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.