SP viltu rifta mínum samning, ég skal skila mínum bíl

Hvernig væri að þið senduð mér líka svona bréf og riftið samning, er þetta einhliða samningur sem þið einir megið rifta eða ég spyr get ég rift þessum samning við ykkur og skilað bílnum inn. Mér þætti gaman að fá að vita það.
mbl.is Samningum rift – fólk beðið um að skila bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Nei, Reynir, þetta virkar þannig: SP bíður þangað til þú ert kominn á kné (kominn í greiðsluaðlögun), þá sparka þeir í þig (heimta bílinn aftur). Svo þegur þú liggur niðri (kominn á svartan lista, búið að hirða af þér kreditkortið og bílinn), þá sparka þeir í þig aftur, þ.e.a.s. senda þér bakreikning upp fleiri milljónir fyrir greiðslu á bílnum sem þeir fyrst hirtu af þér og seldu svo öðrum aðilum.

Þetta er win-win fyrir SP og lose-lose fyrir þig.

Vendetta, 21.2.2011 kl. 10:07

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

allt gert fyrir fjarmagnseigendur

ekkert fyrir skuldara

norraenulaus helferdarstjorn

Island i dag

Magnús Ágústsson, 21.2.2011 kl. 14:27

3 Smámynd: Pálmi Hamilton Lord

já - þú mátt skila honum - vertu bara viss um að þú fáir matsmann til að meta bílinn og ástandið á honum áður.

Pálmi Hamilton Lord, 21.2.2011 kl. 15:57

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Pálmi Hamilton Lord, þó svo þú komir með þinn matsmann þá skiptir það engu máli, þeir hafa sína hentisemi á að meta þetta.

Sævar Einarsson, 21.2.2011 kl. 17:08

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ef þú ert viðskiptavinur SP ert þú réttlaus og komið fram við þig þannig. Og nei, þú mátt ekki skila bílnum, ef hann er tekinn áttu samt að borga hann að fullu þannig að það er illskárra að halda honum og geta þá hugsanlega selt hann upp í tapið. Þeir geta bara rift samningnum (vegna "vanefnda") en ekki þú vegna ólöglegra athafna þeirra við samningsgerð og á lánstíma.

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.2.2011 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband