Samstaða og aftur samstaða!!! er það hægt
25.1.2011 | 21:48
Það er það eina sem gerir okkur sem neytendum kleift er samstaða og neyða þessi Olíufélög til að lækka, og það er ekki að takast hjá okkur, eins sagt var í fréttum í kvöld að við getum ekkert gert við sköttum, nema þegar kemur að kosningu þá getum við látið þessa þingmenn sem standa ekki við sinn kosningaloforð finna fyrir okkar atkvæðum eða atkvæðileysi, eins með þessi Olíufélög við getum ákveðið að sniðganga eitt félag eða tvö og þannig knúið þau til að lækka, það hafa nokkrir komið og sagt það sama ég veit það alveg, ég veit það líka að þessi félög eru ekki alveg 100% heiðarleg með sínar álagningar, það er búið að sanna á þau samráð einu sinni. En við getum sagt núna er komið nóg og gert eitthvað við því við getum ekki endalaust tekið við hækkun og aftur hækkun. Ég mun setja í gang kosningu hér til hliðar þar sem þið getið valið ykkur það félag sem á að sniðganga ykkar er valið, Það félag sem fær flest atkvæði á að sniðganga, en takið líka mið af þeim félögum sem eru oftast að hækka og sýna ekki neina samkeppni.
með ósk um að þetta gangi hjá okkur og við náum að sniðganga þau þannig að þau lækki verðinn til okkar.
Munið eftir bíómyndinni Pay it Forward hugsið þetta á þann hátt nema við erum að borga til baka fyrir græðgi og samkeppnisleysi hér á landi með því að sniðganga eitt félag.
N1 lækkar en aðrir hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér sýnist eina samstaðan í þessu vera olíufélaganna, þau standa saman sem einn maður. Öskjuhlíð? Maður spyr sig.
Gísli Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 21:56
já eða bara í dag nota menn tölvupóst og GSM.... en við getum alveg sýnt samstöðu ef menn vilja ná fram lækkun.
Reynir W Lord, 25.1.2011 kl. 22:16
þar er ég samála þér Reynir.
Sigurður Haraldsson, 25.1.2011 kl. 22:22
Nú er komið skýr skilaboð um að við sniðgöngum Atlantsolíu . Af 20 sem hafa svarað þá er þetta niðurstaðan.. reynum núna að sýna samstöðu og sendið þetta á facebook líka.
Reynir W Lord, 26.1.2011 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.