nú geta Olífurstarnir hækkað og hækkað

Og við gerum ekkert, við kaupum og kaupum við látum yfir okkur ganga endalausar hækkanir og samkeppnisleysi, enda erum við orðin svo sýkt af þessu að okkur er orðið sama, og ég held svei mér þá að þeir vita það og nýta sér það, það er engin samkeppni hér á þessu skeri hvort sem það er með matarinnkaup eða eldsneyti krosstengsl og eignatengsl eru svo mikill að það er nánast vonlaust að finna út hver á hvað, En við búum við það að Olíufurstarnir hækka og hækka við borgum og brosum bara meira að segja félög eins og Atlantsolía sem eru bara með mannlausar stöðvar eru með þeim hæstu eru með þeim fyrstu til að hækka og síðustu til að lækka nema jú ef einhverjum að hinum dettur í hug að lækka un nokkra aura þá lækka þeir um aura.
mbl.is Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þetta er svo merkilegt með olíufélögin hér á landi.

Að eðlilegt er að sveiflur verði á heimsmarkaðsverði á eldsneyti. Og þegar heimsmarkaðsverðið hækkar, hækka þeir bensínverðið hér á landi, síðan lækkar heimsmarkaðsverðið aftur ... en þá lækka þeir ekki verðið hérna. Kannski um 1 krónu ef þá það.

Síðan hækkar heimsmarkaðsverðið aftur .. og þá hækka þeir verðið hér heima aftur .. í rauninni á sömu heimsmarkaðsverðs hækkun.

Siðleysi var algengt í viðskiptalífinu hér á landi, bönkum.. stórfyrirtækjum ... er einhver ástæða til að halda að málum hafi verið og er öðruvísi háttað hjá olíufélögunum hér?

Meira að segja Atlantsolía sem hefur enga afgreiðslustarfsmenn eða stórar og dýrar verslanir við sínar dælur og eru því ekki með launakostnað ofl í þeim dúr .. að þeir eru samt með sama verð og stundum dýrari.

Það er bara dapurlegt að horfa upp á stöðuna hér á landi.

ThoR-E, 1.5.2010 kl. 19:15

2 Smámynd: Halldór Jónasson

og svo eru líka blaðamenn að blása upp verð hækkanir..Eins og þessi fyrirsögn að verð hafi rokið upp. verðið á crudeoil er ekkikomið í það sem það vað í byrjun april þá var það 87 rúmlega svo lækkaði ver niður í 82 og ekki heyrðis múkk um að verð væri að lækka erlendis enda hækkaði verð hér um 6 krónur á sama tíma svo fyrir helgi þá hækka þeir um 2-3 krónur og eins og fyrr segir þá er verð á crude oil ekki hærra en það var um síðustu mánaðrmót. Tók saman að verð hefur hækkað á einum mánuði um 17 krónur hér á íslandi.

Eina sem hægt er að gera er að hætta að keyra. Minnka neyslu um 60% og þá fara þessir olíufurstar að væla.

Ef fjölskylda eiga tvo bíla hætta að nota annan bílinn s.s. þann eyðslufrekari og nota hinn eins lítið og hægt er . Gera þetta í 2-3 mánuði og þá höfum við synt hvað við getum gert

Halldór Jónasson, 2.5.2010 kl. 15:35

3 Smámynd: ThoR-E

Sammála þessu Halldór.

Og já, það er víst lítið annað að gera en að minnka notkun á bensíni. Ég t.d er hættur að nota bílinn minn, nema bara rétt í það sem ég verð að fara. Skólan og versla osfrv. Var að kaupa mér annan bíl og eins og maður gerir oft þegar maður fær sér nýjan bíl að kíkja aðeins á rúntinn. Ekki í þetta skiptið, ekki þegar bensínlíterinn er farinn að kosta á þriðja hundraðið.

Svei!

ThoR-E, 2.5.2010 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband