Ingibjörg Sólrun ætti að skammast sín

Eftir að hafa heyrt í Rannsóknanefnd Alþingis og lesið smá sýnist mér á öllu að Björgvin hafi verið haldið til hlés af Ingibjörgu Sólrúnu af ásettu ráði , hvað er þetta með að senda Össur í Glitnir en ekki Björgvin, hvað var hún að hylma yfir þessi kerling, stjórnmálaferli hennar er lokið með öllu, en það er spurning með Björgvin, hann var eini ráðherrann sem steig til hliðar eftir hrun og sagði af sér, hann hefur axlað smá ábyrgð vegna hruns en ekki aðrir, fyrir það hefur hann unnið inn smá prik hjá mér.
mbl.is Björgvin stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ábyrgð Ingibjargar er vissulega mikil þótt rannsóknarnefndin hafi ekki dregið hana til ábyrgðar. Það var ekki gert því hún bar ekki stjórnvaldslega ábyrgð á þessum málaflokk. Það gerði hinsvegar Björgvin og því er bakari á vissan hátt hengdur fyrir smið.

Það verður annarra að rannsaka Imbu, hún hefur verið tekin út af sakramentinu hjá mér en Björgvin fær prik.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 15:34

2 Smámynd: Reynir W Lord

Mér finnst það þannig að Björgvin hefur verið maður til að axla ábyrgð sína, ég hef ekki heyrt í neinum öðrum hvað þetta varðar, kannski hef ég misst af einhverju en eins og þetta lítur út fyrir mér þá eru þeir ansi margir sem þurfa að segja af sér þingmennsku og eða ráðherrastól.

Reynir W Lord, 12.4.2010 kl. 16:04

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hvorki Ingibjörg né aðrir ráðherrar virðast hafa treyst Björgvini til verka - hversvegna var hann gerður að ráðherra ??

Ingibjörg og aðrir ráðherrar sem báru ábyrgð - hvort sem var í Forsætisráðuneyti - viðskipta eða fjármálaráðuneyti eru hættir - allir nema Björgvin - er ekki rétt að hann fari líka ??

Hinsvegar er það dálítið nýtt að Samfylkingin skuli viðurkenna þátttöku í ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar.

Eitt bið ég menn að hjálpa mér með - hverjir börðust harðast á mótu hugmyndum Davíðs Oddssonar þegar hann var forsætisráðherra og vildi að eignarhaldi á bönkunum yrði dreift þannig að enginn færir yfir 5 eða 7%.

Mér þætti vænt um að fá aðstoð og svör.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.4.2010 kl. 18:14

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Bj-rgvin G. er einn enn og aftur að axla gífurlega ábyrgð á bankahruninu því að í dag sagði hann sig úr Varastjórn Mjólkurbús Flóamanna og einnig úr varastjórn Safnastofnunar Selfoss. Gerir aðrir betur !

Gunnlaugur I., 12.4.2010 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband