Nú erum við að hunsa samkeppni ....

Ég veit að við getum betur, þegar þú sest niður næst til að taka saman innkaupalista til að fara með í Bónus mundi ég hafi í huga allt það fjármagn sem Bónusfeðgar eru búnir að fá frá okkur og eiga enn eftir að fá, nýjasta dæmið kom fram í sjónvarpinu í gærkvöldi 6 milljarðana sem þeir léku sér að og neita að viðurkenna brot eða að þeir hafi gert nokkuð rangt, ég hef verslað við Kost og jú það er aðeins dýrara en í bónus en þeir eru líka með fullt af nýjum vörum sem við sjáum ekki annars staðar, þegar ég er búin að setja í körfuna og komin í kassann og samtalan er ekki meira en 10% til 15% meiri en í bónus get ég alveg lifað við það, 7000 kr innkaup og ég borga þá 700 kr miðað við 10% meiri hjá Kost er það þess virði, já ég tel það.

Vi584px-R%C3%A6ningjar.svgð vælum og vælum að það vanti samkeppni og þegar hún birtist þá eigum við að nýta okkur það Aflið er í fjöldanum hjá okkur því meiri sem við verslum við Kost því minna er Bónus og Hagkaup að fá í sinn vasa og meir fjölbreytni fáum við hjá kost.

 

Reynum að sýna smá samstöðu og verslum við Kost og Fjarðarkaup það mundi heldur betur ýtta við þeim Bónusfeðgum, ekki gleyma að þeir eiga eftir að kaupa þetta allt aftur á silfurfati frá skilanefnd og við getum ekkert gert til að stoppa það. 


mbl.is Jón Gerald segist ekki fá neina bankafyrirgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Virk samkeppni getur aldrei orðið nema við séum virk í að halda henni við.

Varðandi síðustu málsgreinina hjá þér, að við getum ekkert gert til að stoppa það að Bónusfeðgar fái allt til baka á silfurfati, þá er ég ekki sammála þér í því.

Við getum gert helling, við verðum bara að trúa því og framkvæma. Það er búið að brjóta niður sjálfstæðan vilja almennings til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Það er kominn tími til að við rífum okkur upp og endurheimtum valdið sem sannarlega liggur hjá okkur.

Við verðum hins vegar að gera þetta sjálf, það gerir það enginn fyrir okkur.

Jón Lárusson, 8.4.2010 kl. 08:37

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Er nema von að þeir gömlu skúrkar fái áfram bankafyrirgreiðslu, því það sitja sömu gömlu skúrkarnir í bönkunum.   Svona kreppa mun koma aftur yfir okkur, því þjóðin gerir aldrei neitt.  Hún heldur áfram að kjósa þá sem komu okkur á vonarvöl, s.br síðustu kosningar og skoðanakannanir.   Og hún heldur áfram að versla við þá sem rændu okkur samanber traffíkinna við þau fyrirtæki sem nú eru að fá afskrifað, og jafnvel hafa fengið dóma fyrir þjófnað s. br. olíufélögin, tryggingafélögin.

Þjóðin vill þetta og hún fær þetta. 

Kristinn Sigurjónsson, 8.4.2010 kl. 09:28

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Hvaða kröfur eru þetta, við erum bara íslendingar,

Ekki hægt að ætlast til af okkur að við sínum samstöðu, þá höfum við ekkert til að röfla yfir,

Ég er sannfærður um að það var rangt hjá þingmanninum þessi 5 %

Sigurður Helgason, 8.4.2010 kl. 13:18

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Þjóðin á það skilið það sem hún kaus yfir sig, maður fer að pakka saman fljótlega ef ekkert gerist af viti.

Sævar Einarsson, 8.4.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband