Takið eftir verðum á eldsneyti núna

tók eftir þessu í gær að allir og ég segi það aftur ALLIR eru búnir að hækka í sömu krónutölu á eldsneyti og það fyrir páska núna ætla þessu andskotar að græða eins og þeir mögulega geta á ferðahelgina eins og þessu , fyrir nokkrum dögum var hægt að versla Dísil hjá Atlantsolíu á 188kr en núna er það komið í 203 kr í einu stökki, þetta er samkeppnina sem við búum við.

 

Sniðganga allar stöðvar í eina viku eins og Samstaða fer fram á (htttp://samstada.com)

bensin2.png


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Var þetta komið inn í gær ???

Þetta er svo ótrúlegt að maður á von á að þetta sé aprílgabb.

ThoR-E, 1.4.2010 kl. 12:24

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mér finnast þetta ekke vera tíðindi. Það vita allir sem það vilja vita að heilög Jóhanna og Skalla- Steingrímur eru þau sem hirða lungað úr eldsneytisverðinu sem við skrælingjarnir erum að greiða hjá eldsneytissölunum. Allir eldsneytissalarnir eru að greiða nánast sama verð fyrir eldsneytið á alþjóðlegum mörkuðum og því er ekkert skrítið að verðið skuli sveiflast um sömu krónutöluna til eða frá eftir því sem innkaupsverðið rokkar hjá þeim um sömu tölu.

Undarlegast finnst mér þó að Atlantsolía, sem sinnir ekki samfélagslegri þjónustu eins og allir hinir, skuli ekki vera töluvert lægri en þeir eru. Þeir þurfa ekki að halda úti dýrum bensínstöðvum í öllum krummaskuðum og greiða niður reksturinn þar eins og hinuir eru að gera án þess að grenja undan því.  

Atlantsolía er að leggja mest á eldsneytislítrann þar með af þeim öllum. Við ættum að sniðganga Atlantsolíu þar til þeir fara niður í rétta álagningu í hlutfalli við hina -  þ.e. þeir eiga auðveldast af ölllum með að vera langsamlegast ódýrastir ef þeir bara vildu. Sagan sýnir að þeir eru gráðugastir af þeim öllum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.4.2010 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband