Áttu ríkið von á öðru

Og það á eftir að dragast saman enn meir, enda ekki í hvers mans að kaupa Vodka á 7000 kr í dag, þegar hægt er að kaupa landa á 3000 kr
mbl.is Dregur úr sölu áfengis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: DanTh

Sæll Reynir.  Þessir menn stíga ekki í vitið frekar en fyrri daginn. 

Áfengið er orðið svo dýrt að maður hefur ekki lengur efni á að kaupa sér skó.

DanTh, 15.2.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Tekur sopann fram fyrir skóna. Auð vitað gefur það auga leið að fólk kaupir minna magn af áfengi þegar það hækkar í verði og kreppir að.

Sigurður Haraldsson, 15.2.2010 kl. 12:00

3 Smámynd: Reynir W Lord

Ekki bara það heldur það að ríkið hækkar skatta á áfengi og álög en fær í raun ekkert meira í vasann, þetta er kennt í skóla með hækkandi skatt lækkar innkoma um mörg % , þá er spurt hvort þessir ágætu menn og konur hafi nokkuð lært í skóla.?

Reynir W Lord, 15.2.2010 kl. 12:15

4 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Gerir það nokkuð til þó áfengisneysla minnki?

Sveinn Elías Hansson, 15.2.2010 kl. 12:51

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sveinn grunur minn læðist í kompur og geymslur þar sem verið er að brugga mjöðinn neyslan minki ekki.

Sigurður Haraldsson, 15.2.2010 kl. 12:59

6 Smámynd: DanTh

Sveinn, þetta snýst ekki um áfengisdrykkju fólks, heldur það að núverandi stjórnvöld ætluðu sér auknar skatttekjur með hækkun áfengisgjalda, sem einn lið í að brúa fjárlagagatið hjá ríkissjóði. 

Það er engin rökhugsun í gangi þegar menn selja sjálfum sér að hækkuð álagning hafi ekki áhrif á neyslu fólks.

DanTh, 15.2.2010 kl. 13:03

7 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Eigum við ekki að bíða aðeins í nokkra mánuði, og sjá hver salan verður þá.

Þessi hækkun var boðuð fyrirfram, fólk hafði góðan tíma til að byrgja sig upp, og mig grunar að allir þeir sem það gátu hafi gert það, þannig að sölutölurnar fyrir janúar eru ekki marktækar um það hvort salan minnki svona mikið þegar til lengri tíma er litið.

Sveinn Elías Hansson, 15.2.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband