Því hafi þeir ekki Kyrrsett eignir annarra eins og útrásarvíkingana

Ég spyr án þess að vera að benda á Baldur, en afverju hefur sérstakur saksóknari ekki kyrrsett aðrar eignir eins og hjá þeim sem eiga sök á þessu hruni, Bankastjórar Kaupþings og Landsbanka, og Íslandsbanka er það kannski þannig að þeir hafa ákveðið að nota Baldur sem fordæmi, þetta voru nokkur hundruð milljónir sem hann seldi fyrir en það voru tugi hundruð milljarðar sem fyrirverandi bankastjórar bruðluðu með og ekki er búin að kyrrsetja þá né hefta á neinn hátt, getur það verið að þeir þori því ekki vegna alla peningana sem þessu menn eiga? mér er spurn.

 

 


mbl.is Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Manstu eftir sketch-inu í Spaugstofunni, þar sem Geir og Grani yfirheyra mann sem ekkert hefur til saka unnið? Það var að sögn Grana (kíkja á klukku, kíkja á klukku) vegna þess að þeir höfðu ekki bolmagn til að yfirheyra þá sem höfðu brotið af sér.

Það átti að vera brandari, en þetta Baldurs-mál er af þeim meiðnum. Það er vaðið í þann sem saksóknir hefur bolmagn til að eiga við. (Það er svo annað mál að opinberir starfsmenn eiga ekki að vera að grúska í fyrirtækjarekstri og þaðan af síður í braski. Hættan á hagsmunaárekstrum er á hverju horni!)

Flosi Kristjánsson, 24.11.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband