Afskrifa skuldir..... er ekki í lagi

peningarAlltaf er verið að tala um að afskrifa skuldir þeirra sem skulda mest eða eru komnir í vandræði, en hvað með þá sem standa í skilum og fóru ekki á lánafyllirí eiga þeir að borga skuldir þeirra sem kunna ekki að fara með pening, jú jú verðtrygging er að éta upp mína eign og jú ég stend alveg í skilum, en það sem mér finnst áberandi er að það á alltaf að hjálpa þeim sem ekki standa sig og eru komnir þrot, en ekki þá sem ná endum saman (rétt svo) það verður að finna lausn sem hentar öllum ekki bara fáum.

það er heil þjóð að blæða vegna fárra manna sem töldu sig eiga Ísland, og ríkið svaf og eftirlitið svaf, núna ætlar ríkið að verðlauna þá sem eru stórskuldugir og láta þá sem skulda minna borga brúsann þeirra. Er þetta eðlilegt, ég spyr Errm


mbl.is Vanskil aukast hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Sæll Reynir - Það er verið að biðja um LEIÐRÉTTINGU, ekki afskriftir eða niðurfellingu. Þetta er mikilvægt atriði þar sem hvert orð hefur ólíka lagalega merkingu. Stjórnvöld og RÚV eru að reyna að skauta framhjá orðinu leiðrétting þar sem það hugtak hentar ekki áróðurmaskínum þeirra.

Þú mætir á fundinn í Iðnó í kvöld ? sjá www.heimilin.is

Axel Pétur Axelsson, 17.9.2009 kl. 08:42

2 Smámynd: Helga

Þú gleymir....  Hvað með þá sem skulda bara húsnæðið sitt og áttu meira en helming í því....  Fóru EKKI  á lánafyllerí en var eindregið ráðlagt af bankanum sínum að taka húsnæðisskuldi í erlendir mynt og ég segi EINDREGIÐ RÁÐLAGT því í mínu tilfelli ráðlagði bankinn mér að breyta 3 ára gömlum ísl. lánum í erlend!  Ef ég hefði ekki hlustað á þá sem allt áttu að vita um þessi mál, væri ég í fínum málum, BARA með verðbólguálagninguna.  Í staðinn veit ég ekki hvort ég verð með barnaskarann minn á götunni á morgun eða ekki og ég tek fram að þessi 50% sem ég átti í húsinu mínu hef ég stritað fyrir hörðum höndum.  Og mínar einustu skuldir eru námslán og húsnæði sem var mjög vel í greiðslugetu á sínum tím!!!!!  Ég var líma svo óheppin að þurfa að kaupa þak yfir höfuðið á minni fjölskyldu fyrir 4 árum á höfuðborgarsvæðinu á uppsprengdu verði! 

Ert þú svo óheppinn að vera í svona stöðu?  Og finnst þér fólk eiga það skilið og finnst þér réttmætt að kalla þetta fólk glæfrafólk?

Helga , 17.9.2009 kl. 08:51

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er verið að biðja um LEIÐRÉTTINGU, ekki afskriftir eða niðurfellingu
Leiðréttingin felst í afskritum og niðurfellingu.  Hvaða gagn er í svona útúrsnúningum?

Matthías Ásgeirsson, 17.9.2009 kl. 09:31

4 identicon

Ef þeir hafa eindregið ráðlagt þér þetta Helga þá áttu að fara í mál við þá því að þú hefur verið beitt blekkingum.
Fjölmörg svipuð dæmi en ég veit ekki hvort að einhver er með mál í dómskerfinu nú þegar. Þó finndist mér mjög brýnt að prófmál yrði rekið sem fyrst fyrir þá fjölmörgu sem að voru vísvitandi blekktir og féflettir.

Eggert Vébjörnsson 17.9.2009 kl. 09:35

5 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Matthías - þetta er ekki rétt hjá þér.

Leiðrétting: er vegna einhvers sem var gert rangt.

Afskrift: er vegna kröfu sem ekki fæst greidd þrátt fyrir innheimtuúrræði

Niðurfelling: er eitthvað sem kröfuhafi tekur upp hjá sjálfum sér, sem gerist náttúrulega aldrei. Kannski svipað og sakaruppgjöf sem gerist stundum hjá forseta.

Axel Pétur Axelsson, 17.9.2009 kl. 11:11

7 Smámynd: Nostradamus

Eg er alveg sammála Lordinum. Ég notaði góðærið til að borga niður mínar skuldir, fjárfesti ekki eins og fífl, keypti mér ekki jeppá á gengiskörfu, keypti mér ekki hjólhýsi, sumarbústað, rafmagnspott, fellihýsi, hlutabréf, fjórhjól eða neitt af þessu sem þykir (þótti) nauðsyn á hverju almennilegu heimili. Eina slæma ákvörðunin sem ég tók var að kaupa notaðan vinnubíl á gengisláni. Eg ég bít bara á jaxlinn og borga af honum. Eg hef hinsvegar á síðustu 24 mánuðum tapað sennilega einum 3 milljónum af eign minni vegna verðbóta. Ég veit um fullt af fólki sem endurfjármagnaði húsnæðislánin sín með gengisláni og notaði mismun sem það fékk til að kaupa hjólhýsi, jeppa, hlutabréf eða sumarbústað. Þessu fólki á að fara að hjálpa núna!!

Eiginlega sé ég eftir að hafa ekki hagað mér eins og hálfviti. Því þeim verður hjálpað fyrst með niðurfellingum, leiðréttingum og afskriftum!! En af því að ég slefa með að ná endum saman verður ekkert gert fyrir mig. Vinnan mín er farin, allt sem við lögðum á okkur í þessu svokallaða góðæri virðist hægt og rólega vera að fara til fjandans en við skuldum ekki nóg og vorum ekki nógu gráðug og heimsk til að falla í þann flokk sem verður hjálpað.

Nostradamus, 17.9.2009 kl. 11:56

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sá sem á kröfu og "leiðréttir" hana þarf um leið að "afskrifa" hluta kröfunnar, fella niður.

Matthías Ásgeirsson, 17.9.2009 kl. 14:29

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sá sem á kröfu og "leiðréttir" hana þarf um leið að "afskrifa" hluta kröfunnar, fella niður.

Það er spurningin um eignarréttin, Matthías, sem menn greinir á um.

Annars vil ég taka undir með Lord og Nostradamus, en jafnframt ættum við að sýna Helga skilning.  Almenningur situr í sömu súpunni þrátt fyrir allt.

Magnús Sigurðsson, 17.9.2009 kl. 15:16

10 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Matthías - Ef t.d. forritin hjá banka reikna x% ranga vexti á greiðsluseðla, bankinn ákveður að leiðrétta oftekna vexti, þá er það leiðrétting.

Þessi ríkisstjórnarASÍ orðaleikur er alveg ótrúlegur, er þetta ekki félagshyggjustjórn og verkalýðsapparat ?

Axel Pétur Axelsson, 17.9.2009 kl. 16:50

11 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Sá sem hagnast á óréttmætri auðgun á ekki neinn rétt hjá neinum á einni eð neinni kröfu. Þessvegna er talað um leiðréttingu.

 Ef þjófur stelur af þér, svo kemur hann til þin og segir ég ætla að afskrifa sjónvarpið sem ég stal af þér.

Hvernig lítur orðið afskrift út í þessu samhengi.

Vilhjálmur Árnason, 17.9.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband