Er ég einn um....

Er ég einn um það að sjá alla þessa bíla sem eru í umferðinni og eru með grænan endurkomu miða á skráningarnúmerinu, ég er alveg hissa á þessu, það er alveg sama hvert er litið þá má finna einn eða tvo bíla með þessa miða og þá spyr sá sem ekkert veit um þessi mál, er ekkert fylgst með þessu þegar bíl fær grænan miða, þarf hann ekki að koma á ákveðnum tíma í endurskoðun???Cool, og þegar hann kemur ekki í skoðun hvað gerist þá "ekkert" ? Ég er búin að sjá bíla með endurkomu allt upp í 8 mán aftur í tíman eða í Október 2006 "come on" þetta eru bílar sem eru og þurfa að koma aftur í skoðun vegna þess að það fannst eitthvað athugavert við þá er það ekki, annað sem ég komst að er að það eru yfir 2000 bílar í umferðinni sem eru án trygginga ? er þetta í lagi, mig langar að spyrja þá sem þetta lesa á að sætta sig við slíkt, hverjir eiga að fylgja þessu eftir spyr ég .....

Þar sem ég vinn eru um 80 bílar eða meir í kringum húsið og um daginn kom lögreglan í smá bíltúr í stæðið okkar en ekki tóku þeir eftir að þar voru 2 bílar með grænan miða með endurkomu í feb. fyndið.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband