Getuleysi FÍB , Talsmann Neytenda.

Það er alveg með ólíkindum hvað formenn og framkvæmdarstjórar þessara félaga sem eiga að gæta hagsmunni okkar eru getulausir gagnvart hækkunum á eldsneyti, eða öðrum vörum.

Tökum sem dæmi talsmann neytenda hann Gísla, ég ræddi stuttlega við hann um bíla lánin á sínum tíma þegar útreikningarnir komu og viti menn hann sagði hann vera að skoða þetta, hafið þið heyrt eitthvað um að hann ætli sér að gera eitthvað, er ekki verið að bíða eftir að við þegjum bara og tökum þessu. 

Annað dæmi: FÍB, þeir tala endalaust um hvað þetta sé ósanngjarnt og að Olíufélöginn séu að græða meira og meira með aukna álagningu, afverju hvetur hann ekki fólk til að sýna samstöðu og hætta að versla við 2 félög.

Tökum síðan þriðja dæmið okkar blessaða verkalýðsfélög: Ég er í VR og ég skammast mín fyrir að vera í svona lame félagi að það getur ekki einu sinni séð sig fært um að reyna að gæta að mínum hagsmunnum, jú þeir gæta þess að þeir fái sinn skerf að mínum launum en að standa vörð um hagsmunni mína að öðru leiti nei það er of mikið, ég hef heyrt að það sé verið að stofna nýtt félag sem á að heita verslanamannafélag Reykjavíkum skondið, en ég verð fyrstur til að skrá mig í þetta félag og mun hvetja sem flesta til að gera slíkt hið sama.

Finnst ykkur ekki furðulegt að Lífeyrissjóðir okkar skuli ekki vilja leggja sitt af mörkun til að stuðla að uppbyggingu hér, það stóð ekki á að lána okkar peninga hér áður og tapa stórt á því.

þetta er furðulegt land í það minnsta og ekkert skrítið við það að yngri kynslóðinn sé að flýja land

 

 


mbl.is Tal um skuggagjöld óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll, ég er sammála þér í því sem þú kemur inn á með Lífeyrissjóðina, en þar eru náttúrulega peningar sem Landsmenn hafa lagt til og eftir allar þessar misheppnuðu fjárfestingar þeirra þá mætti ætla að þeir fari varlega og ég segi að þeir þurfa að fá leyfi frá öllum eigendum sínum, annars stendur hnífurinn á milli í ósamkomulagi með vexti þar, nú svo er það alltaf fyrir hendi líka að megnið af peningunum þar sé hreinlega horfið og engin þorir að segja neitt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.12.2010 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband