Held að Hrannar eigi að halda sig til hlés

Ég hef meiri trú að því sem Eva Joly segir en Jóhanna eða Hrannar, eina sem þau eru að gera er að reyna að bjarga sér frá ríkistjórnarslit, enda hefur þessi ríkistjórn ekkert gert til að standa við gefin loforð, ég man þá tíð þegar steingrímur var að bölva Ice-Save og núna er hann hvatamaður númer 1, Jóhanna ætlaði að setja skjaldborg utan um heimilin er í raun er verið að setja skjaldborg utan um auðmennina sem komu Ísland í skuldir.

Það sjá þetta allir sem þessi ríkistjórn, það er hlegið að okkur vegna þess hversu fljót við erum að samþykkja þeirra kröfur, og það eina sem við fáum út úr þessu er að auðlindir landsins komast í hendur erlendra aðila. 


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Hef nú reyndar trú á því sem Steingrímur er að reyna en það er slæmt fyrir hann að vera með svona spilltum X-S flokki í stjórn eins og er að koma í ljós núna.

Guðrún Jónsdóttir, 2.8.2009 kl. 12:04

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi Hrannar er nú ekki merkilegur pappír, hefur í gegnum árin haft mikið af ungu fólki í vinnu hjá fyrirtækjum á sínum snærum, án þess að virða lágmarksréttindi launafólks og jafnvel ekki staðið í skilum með launagreiðslur.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Reynir W Lord

heyr heyr.,,,.

Reynir W Lord, 2.8.2009 kl. 13:32

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef ég man rétt dró Hrannar B  sig vælandi úr framboði fyrir borgarstjórnakosningar hérna um árið.  Eftir að Helgi Hjörvar og hann höfðu verið gerði uppvís af því að lögfræðingum var sigað á falsaða áskrifendaskrá vegna tímarits sem þeir félagar gáfu út og komst í þrot.  Hrannar brást eins og oftar við af hroka en Helgi af auðmýkt og slapp með skrekkinn.

Magnús Sigurðsson, 2.8.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband