Ég vill fara lengra og banna svona bíla nema...

Raðin sé íslenskur farastjóri og bílstjóri, þannig væri hægt að tryggja öryggi farþega og ekki síst landið okkar. því miðað við það sem ég hef séð þá eru þessir aðilar ekki að hugsa um landið okkar heldur að skemmta viðskiptavinum með glæfralegur akstri. Því ættum við ekki að banna svona nema með skylirðum þetta er landið okkar.Angry
mbl.is Lenti í árekstri á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað á að vera bæði fararstjóri og bílstjóri í hvarjum bíl. Að sameina þetta í eitt starf er stór hættulegt og skitir þar einu hvort um erlenda eða íslenska rekstraraðila er að ræða.

Hvort hægt sé að gera kröfu um íslenska bílstjóra veit ég ekki, vissulega væri það betra, en íslenskur fararstjóri á sannarlega að vera með hverjum þeim hópi erlendra ferðamanna sem um landið okkar fer.

Gunnar Heiðarsson, 9.8.2011 kl. 18:50

2 Smámynd: corvus corax

Sammála Gunnari! Að sjálfsögðu á að vera íslenskur leiðsögumaður eða fararstjóri í öllum hópferðabílum á ferð með farþega um landið. Á mörgum stöðum í útlöndum er þess krafist að um borð sé þarlendur leiðsögumaður. En á Íslandi eru engar kröfur, ekkert eftirlit og hvaða fólk sem er, reynslu- og menntunarlaust í leiðsögn og fararstjórn, getur valsað um landið eins og því sýnist af því að hér eru engar reglur til að fara eftir. Og hverjum má þakka þennan glundroða í málaflokknum? Íslenskum yfirvöldum að sjálfsögðu.

corvus corax, 9.8.2011 kl. 19:23

3 Smámynd: Einar Steinsson

Ég keyrði rútur með ferðamenn um hálendið í 13 sumur og sá ýmislegt til íslenskra bílstjóra sem ekki var til fyrirmyndar og lítið eða ekki betra en það sem heyrist um þennan. Það var líka Íslenskur bílstjóri sem fékk siglingu á rútunni með allan ferðamannahópinn út á Jökulsá á fjöllum um árið.

Það að vera Íslendingur er engin trygging fyrir því að menn séu góðir fjallabílstjórar eða leiðsögumenn. Ég hitti og sá til margra erlendra bílstjóra í þessum ferðum og meginhlutinn af þeim voru í fínu lagi. síðan voru vitleysingar innanum, alveg eins og hjá Íslendingunum. Ég vann líka talsvert með erlendum fararstjórum og þeir voriu alveg eins misjafnir og þeir íslensku. Þjóðerni hefur afskaplega lítið að segja hérna, flestir Íslendingar alast orðið upp í þéttbýli á suð-vestur horninu hvort sem er og vita ekkert meira um hálendi og fjallaferðir eða landið yfirleitt heldur en útlendingar.

Einar Steinsson, 9.8.2011 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband