Algjört klúður....

Og ég hlýt að spyrja, hver ber ábyrgð á þessari ákvörðun að eyða milljónum tuga í höfn sem er algjörlega óstarfhæf með öllu, það er verið að skera niður alls staðar en það má dæla peningum í þessa vitleysu. Hver ber ábyrgð núna spyr ég .
mbl.is Enn óljóst með Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Þeir sem eiga skipafélöginn einskip og Samskip!

Helgi Þór Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 17:51

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Á nú að fara að kenna skipafélugunum um það sem Eyjamenn krefjast mest !!þetta kalla ég afneitun af hálfu Eyjamanna.Ég fór fyrir skömmu þarna á milli og ég sem gamall Eyjamaður fannst þetta mjög flott hvað stutt var að sigla þarna á milli,en einhvers staðar verða menn að fara að hugsa um framhaldið það er ekki hægt að dæla endalaust peningum í þetta meðan þeir sem þurfa þess mest þurfa að skera niður,ég myndi segja að Eyjamenn hafa Þorlákshöfn og ættu að nota hana meðan þessi mál eru skoðuð til enda eins og einhver sagði, að í upphafi skyldi endan skoða :)

Marteinn Unnar Heiðarsson, 24.10.2010 kl. 18:22

3 Smámynd: Aliber

Fólk virðist gleyma einu stykki Eyjafjallajökli sem breytti öllum aðstæðum á svæðinu. Höfnin var opnuð ári á undan áætlun en svo var eldfjall sem dældi 750þúsund tonnum á sekúndu í nokkra daga þarna í nágreninu.

Askan og sandurinn úr gosinu er að staldra við í höfninni, þetta ástand hverfur á næstu misserum og næsta sumar ætti þetta að vera orðið eins og lofað var. 

Þetta mannvirki á eftir að vera til fyrirmyndar.

kv,

Aliber, 24.10.2010 kl. 18:52

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eyjafjallajökull hafði EKKERT með þetta klúður að gera.   Menn voru búnir að reikna með gosi á þessu svæði síðan 1994, svo þessi "söguskýring" þeirra sem reyna að bera í bætifláka fyrir "klúðrið" stenst engan veginn.

Jóhann Elíasson, 24.10.2010 kl. 20:23

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Aliber þessi afsökun er eins og að ísland sé ekki eldfjallaeyja í huga verkfræðinganna sem hönnuðu og ákváðu staðsetningu þessarar hafnar!

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 21:26

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Marteinn Unnar!!!! Eyjamenn vildu þessa framkvæmd ekkert frekar, fólk í Eyjum vildi láta athuga með GÖNG!!!!!!!!

Það var auðvaldið og embættismannaklíkan sem réði þessari för, ef við Eyjamenn hefðum fengið að ráða þá væri þessi vitleysa ekki við lýði.

Þannig er það nú Marteinn minn.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband